Nú er skólastarfið að hefjast hjá okkur í Tónlistarskóla Árbæjar. Til okkar eru komnir tveir nýir kennarar þeir Una Stefánsdóttir flautu - píanóleikari og söngkona og Gunnar Leó Pálsson trommuleikari og bjóðum við þá velkomin til starfa. Einnig kemur Guðbjörg Ragnarsdóttir aftur til starfa eftir árs leyfi, og bjóðum við hana einnig velkomna aftur til starfa.

Margt spennandi er á döfinni hjá okkur og ýmsar nýjungar.

Hér eru nokkrar hagnýtar upplýsingar um næstu daga í skólastarfinu.

Móttökudagar

Móttökudagar verða í næstu viku og munu þeir eiga sér stað á Krókhálsi 5 (og 5a) 3h. Athugið að lyfta er í Krókhálsi 5a.
Kennarar munu hafa samband í þessari viku upp á nánari tímasetningar.
Móttökudagar verða á þessum dögum:

Miðvikudagur 24.ágúst:

Með áherslu á nemendur í Ingunnarskóla. Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) - Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun.
Tími: 14.00 til 18.30

Fimmtudagur 25.ágúst

Með áherslu á nemendur í Norðlingaskóla. Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) - Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun.
Tími: 14.00 til 18.30

Föstutudagur 26.ágúst

Með áherslu á nemendur í Selásskóla og Krókhálsi. Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) - Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun. Tími: 14.00 til 18.30