Creativity

Innovation

Originality

Imagination

 

Salient

Salient is an excellent design with a fresh approach for the ever-changing Web. Integrated with Gantry 5, it is infinitely customizable, incredibly powerful, and remarkably simple.

Download

Námið

Heilt nám : Einkatímar 2svar í viku (2x25 mín.) Aukagreinar (Tónfræði, tónheyrn, tónlistarsaga, samspil) 1sinni til 2svar í viku.

 Aukagreinar (nema samspil) getur nemandi valið um að mæta í tíma í skólanum eða stunda námið á netinu. Nemandi hefur þar aðgang að sérhönnuðu vefkennsluefni Tónlistarskóla Árbæjar sem tengist getustigi og hljóðfæranámi hans. Eftir ákveðna áfanga þreytir nemandi próf í tónfræðigreinum sem eru í samræmi við aðalnámskrá. Valið er í samspil með tilliti til getu nemanda.

 Hálft nám : Einkatímar 1sinni í viku (30 mín) aukagreinar 1sinni í viku (Tónfræði, tónheyrn, tónlistarsaga, samspil.) Nemandi getur einnig valið vefstudda tónfræðikennslu. Tilvalið fyrir nemendur og forráðamenn þar sem verið er að prófa tónlistarnám, þ.e. hvort það henti nemandanum.

 Kennt er á eftirtalin hljóðfæri við Tónlistarskóla Árbæjar:

 
    * Píanó

    * Gítar

    * Söngur

    * Bassi

    * Hljómborð

    * Þverflauta

    * Saxófónn

    * Rafgítar

Myndræn framsetning á námi við Tónlistarskóla Árbæjar 

Nam vid Tonlistarskola Arabaejar skipurit

 

Spurt og svarað - Algengar fyrirspurnir um námið

Hvernig og hvar fer kennslan fram?


Kennsla fer fram í Tónlistarskóla Árbæjar, Krókhálsi 5, þriðju hæð, Ingunnarskóla í Grafarholti, Norðlingaskóla og í Selásskóla. Einnig hafa verið kenndir nokkrir tímar í Sæmundarskóla og Ártúnsskóla.

Hvenær byrjar skólinn?

Kennsla hefst í byrjun september og kennsla í aukagreinum viku síðar. Vetrarstarfinu lýkur svo um miðjan maí . Skóladagatal mun liggja fyrir í byrjun starfsárfs.


Hvað er í boði?

Kennt er samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskóla útgefinni af Menntamálaráðuneytinu með megináherslu á grunn- og miðnám.

Hvaða hljóðfæri er kennt á?

Kennt er á eftirtalin hljóðfæri við Tónlistarskóla Árbæjar:

* Píanó
* gítar
* bassa
* trommur
* hljómborð
* þverflautu
* saxófón
* rafgítar

Söngnám.


Boðið er upp á einkatíma í söng.

Hverjar eru aukagreinarnar?

Tónfræðinám við Tónlistarskóla Árbæjar samanstendur af tónsmíðum, tónfræði, tónlistarsögu, hljóðfærafræði og tónheyrn. Ítarlegur vefstuðningur er við tónfræðanám nemenda. Fullkomnar kennslusíður með myndböndum og fullkomnum margmiðlunarsíðum tryggja skemmtilega og árangursríka kennslu.

Eru hljómsveitir?

Samspilshópar- minni og stærri samspilshópar þar sem hin félagslega hlið tónlistariðkunar er ræktuð. Samleikur og hlustun í mörgum mismunandi hópum s.s. rokksveitir, forskólahópar, þverflautusamspil, píanósamspil, gítarsamspil ofl.

Hvað með tónleika?

Tónleikar og tónfundir. Nokkrir minni tónfundir er haldnir og fara þeir fram í sölum grunnskólanna. Stærri tónleikar s.s. jóla- og vortónleikar eru haldnir í Árbæjarkirkju eða Guðríðarkirkju. 

Hvernig veit ég að námið er fullgilt tónlistarnám?

Allt nám í hljóðfæragreinum miðast við almenna námsskrá og eru þreytt stigspróf við skólann. Þeir nemendur sem ekki taka stigspróf taka vorpróf. Verkefni og próf eru haldin í aukagreinum.

Hvaða námsleiðir er boðið upp á?

Heilt nám : Einkatímar 2svar í viku (2x25 mín.) Aukagreinar (Tónfræði, tónheyrn, tónlistarsaga, samspil) 1sinni til 2svar í viku. Aukagreinar (nema samspil) getur nemandi valið um að mæta í tíma í skólanum eða stunda námið á netinu. Nemandi hefur þar aðgang að sérhönnuðu vefkennsluefni Tónlistarskóla Árbæjar sem tengist getustigi og hljóðfæranámi hans. Eftir ákveðna áfanga þreytir nemandi próf í tónfræðigreinum sem eru í samræmi við aðalnámskrá. Valið er í samspil með tilliti til getu nemanda.

Hálft nám : Einkatímar 1sinni í viku (30 mín) aukagreinar 1sinni í viku (Tónfræði, tónheyrn, tónlistarsaga, samspil.) Nemandi getur einnig valið vefstudda tónfræðikennslu. Tilvalið fyrir nemendur og forráðamenn þar sem verið er að prófa tónlistarnám, þ.e. hvort það henti nemandanum.

Hvernig sæki ég um?

Allar umsóknir þurfa að fara um Rafræna Reykjavík sem er þjónustugátt fyrir borgarbúa á netinu. Rafræna Reykjavík má nálgast á veffanginu www.rvk.is.
Einnig er æskilegt að senda umsókn í tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafa samband símleiðis.

Spurt um píanónám

Þar sem við eigum ekki píanó og höfum ekki hug á að kaupa, langar mig til að spyrja: Er ekki nauðsynlegt að eiga sjálfur píanó svo að hægt sé að æfa sig heima ? Er kannski möguleiki á að æfa sig td. á rafmagnspíanói eða hljómborði?

Svar:

Fyrir utan að vera augljóslega mun hagkvæmara fjárhagslega, en slík tæki þurfa ekki að vera mjög dýr, þá er það einnig kostur fyrir nemendur að geta æft sig með heyrnartólum og valda þannig litlu ónæði t.d. í fjölbýlishúsum.Þegar líður á námið og verkin taka að þyngjast eykst samt nauðsyn þess að nemandi hafi aðgang að venjulegu píanói.
Það er ekki nauðsynlegt fyrst um sinn að eiga fullbúið píanó. Til eru góð rafmagnspíanó sem gott getur verið að byrja námið á. Ef sú leið er valin mælum við með að hljómborðið sé með venjulegum píanóáslætti. Fyrir utan að vera augljóslega mun hagkvæmara fjárhagslega, en slík tæki þurfa ekki að vera mjög dýr, þá er það einnig kostur fyrir nemendur að geta æft sig með heyrnartólum og valda þannig litlu ónæði t.d. í fjölbýlishúsum. Þegar líður á námið og verkin taka að þyngjast eykst samt þörfin á því að nemandi hafi aðgang að venjulegu píanói.