Creativity

Innovation

Originality

Imagination

 

Salient

Salient is an excellent design with a fresh approach for the ever-changing Web. Integrated with Gantry 5, it is infinitely customizable, incredibly powerful, and remarkably simple.

Download

Meginmarkmið forskóla námsins er að undirbúa nemendur sem best undir hljóðfæranám.  20151212 124658

Hvar fer kennslan fram?

Forskólakennslan fer fram í Ingunnarskóla, Ártúnsskóla og Árbæjarskóla á venjulegum skólatíma, þ.e.a.s. þá sækja börn námið úr kennslustundum eða strax að loknum skóla. Kennt er einu sinni í viku í 50 mínútur í senn. Nemendur eru nokkur saman í hóp.     

Fyrir hverja er námið?

Forskóli er æskilegt nám fyrir nemendur í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla en ekki nauðsyn. Forskóli 1 miðast við börn í fyrsta bekk grunnskóla. Forskóli 2 er framhald af Forskóla 1 og miðast við börn í öðrum bekk í grunnskóla.

Uppbygging náms

Uppistaða námsins er tónlistariðkun með ýmsum aðferðum s.s. söng, hreyfingu, slagverksleik, hlustun, tónlistarleikjum og sköpun. Börnin kynnast hinum ýmsu hljóðfærum, læra grunnatriðin í tónfræði svo sem nótur og ryþma og læra að spila á ukulele. Einnig er lögð mikil áhersla á söng. Andrúmsloftið er létt og skemmtilegt og þörfum hvers og eins nemanda sinnt af bestu getu. Í forskólanum er lítið sem ekkert heimanám og ekki er gerð krafa um að börnin eigi ukulele heldur kemur kennarinn með hljóðfærin í tíma. Forskólahóparnir taka þátt í jóla- og vortónleikum skólans. 


Forskólakennari er Jóhanna Elísa Skúladóttir