Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Ágætu tónleikagestir - hér getur að líta efnisskrár fyrir tónleikana í Guðríðarkirkju í dag, góða skemmtun! mynd Gkirkja

Síðasti kennsludagur er miðvikudagurinn 24.maí.
Umsagnir kennara er að finna á Mínum Síðum á heimasíðu skólans: www.tonarb.net


Með ósk um gott og gleðilegt sumar 

Kennarar og starfsfólk Tónlistarskóla Árbæjar

Ágætu tónleikagestir - hér getur að líta efnisskrár fyrir tónleikana í Guðríðarkirkju í dag, góða skemmtun! krakkra

 

 

 

Síðasti kennsludagur er miðvikudagurinn 24.maí . Umsagnir kennara er að finna á Mínum Síðum á heimasíðu skólans: www.tonarb.net


Með ósk um gott og gleðilegt sumar 

Kennarar og starfsfólk Tónlistarskóla Árbæjar

fyrstiMai

Nemendur og forráðamenn vinsamlegast athugið

Að venju er aðsókn í Tónlistarskóla Árbæjar mikil og myndast því biðlistar við skólann.

Þess vegna er nauðsynlegt að nemendur sem ætla að halda áfram að stunda nám við skólann næsta vetur, láti kennara sinn eða skrifstofu vita til að tryggja pláss sitt áfram. 

Staðfestingargjaldið er 14.000 kr. sem er óendurkræft en gengur upp í skólagjöld næsta skólaárs.

Frestur til þess að ganga frá staðfestingu á skólavist og greiðslu staðfestingargjalds er á  tímabilinu 17.apríl - 5.maí. 

Forráðamenn fá kröfu inn á Sportabler og fer greiðsla eingöngu í gegnum það.
5.maí lokar Sportabler á greiðslu staðfestingargjalda. 

Þangað til að staðfestingargjald hefur verið greitt er skólavist talin óstaðfest.
Vinsamlegast athugið að núverandi nemendur sem ætla að halda áfram þurfa ekki að endurskrá sig heldur færast þeir sjálfkrafa yfir á næsta skólaár.

Þeir sem ætla ekki að halda áfram þurfi að láta kennara eða skrifstofu vita sem fyrst. 

Skólagjöld verða svo til innheimtu í haust og dregst þá staðfestingargjald frá þeirri upphæð.

 

Nemendur og forráðamenn vinsamlegast athugið: 
Í næstu viku (27.mars til og með 31.mars) verða próf við Tónlistarskóla Árbæjar.    prof mynd
  
Í þessari prófaviku verður ekki hefðbundin kennsla heldur mæta nemendur í próf sem undirbúin hafa verið af kennurum þeirra. 
 
Tímasetning prófanna er í höndum kennara og fá nemendur að vita hvenær þau eiga að mæta í próf. ítrekað skal að hefðbundnir tímar verða ekki í næstu viku. 

Hvernig próf eru þetta? 

Um er að ræða nokkrar tegundir prófa. Hvert og eitt fer eftir stöðu nemanda. Helstu tegundir eru þessar:
  • Áfangapróf: Nemandi tekur áfangapróf að grunnprófi (algengast) en Tónlistarskóli Árbæjar hefur skipt niður opinberu áfangaprófunum (Grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf, en þau próf eru sambærileg við samræmdu prófin og koma utanaðkomandi prófdómarar að dæma þau próf. Sjá nánar á www.profanefnd.is) 
  • Vorpróf: Ef ofangreind skilyrði eiga ekki við tekur nemandi vorpróf og hlýtur einkunn skv. prófdómara og umsagnir. 
  • Grunn- og miðpróf á vegum prófanefndar: Utanaðkomandi prófdómari á vegum prófanefndar og prófin fara í gegn um prófanefndina. 
Hafi nemandi af sérstökum ástæðum (Veikindi, nýbyrjaður, fjarvera af eðlilegum orsökum osfrv.) ekki tök á því að taka próf þá hlýtur nemandi umsögn og iðniseinkunn í lok annar. 

Þessi próf eiga ekki við nemendur forskólans, en þau fá umsögn í lok ársins.

Ítrekað skal að allir tímar falla niður á meðan á prófaviku stendur, þar með talið samspil, forskóli og  bóklegar greinar 

Páskafrí hefst svo að lokinni prófaviku. 

Ef eitthvað er óljóst hafið samband við kennara en síma og tölvupóst þeirra má finna hér

587-1664

tonarb@tonarb.net

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FIMMTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00