Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Nemendur og forráðamenn vinsamlegast athugið: 

 

Í næstu viku (27.mars til og með 31.mars) verða próf við Tónlistarskóla Árbæjar.    
Í þessari prófaviku verður ekki hefðbundin kennsla heldur mæta nemendur í próf sem undirbúin hafa verið af kennurum þeirra. test
Tímasetning prófanna er í höndum kennara og fá nemendur að vita hvenær þau eiga að mæta í próf. ítrekað skal að hefðbundnir tímar verða ekki í næstu viku. 

Hvernig próf eru þetta? 

Um er að ræða nokkrar tegundir prófa. Hvert og eitt fer eftir stöðu nemanda. Helstu tegundir eru þessar:
  • Áfangapróf: Nemandi tekur áfangapróf að grunnprófi (algengast) en Tónlistarskóli Árbæjar hefur skipt niður opinberu áfangaprófunum (Grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf, en þau próf eru sambærileg við samræmdu prófin og koma utanaðkomandi prófdómarar að dæma þau próf. Sjá nánar á www.profanefnd.is) 
  • Vorpróf: Ef ofangreind skilyrði eiga ekki við tekur nemandi vorpróf og hlýtur einkunn skv. prófdómara og umsagnir. 
  • Grunn- og miðpróf á vegum prófanefndar: Utanaðkomandi prófdómari á vegum prófanefndar og prófin fara í gegn um prófanefndina. 
Hafi nemandi af sérstökum ástæðum (Veikindi, nýbyrjaður, fjarvera af eðlilegum orsökum osfrv.) ekki tök á því að taka próf þá hlýtur nemandi umsögn og iðniseinkunn í lok annar. 

Þessi próf eiga ekki við nemendur forskólans, en þau fá umsögn í lok ársins.

Ítrekað skal að allir tímar falla niður á meðan á prófaviku stendur, þar með talið samspil, forskóli og  bóklegar greinar 

Kennsla verður svo með hefðbundnum hætti í vikunni þar á eftir.

Ef eitthvað er óljóst hafið samband við kennara en síma og tölvupóst þeirra má finna hér

Þriðju tónleikarnir í tónleikaröð Tónlistarskóla Árbæjar í hverfinu voru í Selásskóla. Þar var þröngt setið og nemendur léku við hvurn sinn fingur. Fleiri myndir á Facebook síðu okkar      vefsida mynd

Tónleikar fyrir fullu húsi í Glym, Norðlingaskóla. Fram komu nemendur Tónlistarskóla Árbæjar af öllum aldri og léku fjölbreytta tónlist af öllum gerðum. Sjá fleiri myndir á facebook síðu okkar.  nordl vefsidumynd

Fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar í Ingunnarskóla þann 21.mars síðastliðinn  Samspil og einleikarar.  Sjáið fleiri myndir á Facebook síðu okkar :)      20170321 183253

Skemmtilegir hverfistónleikar voru haldnir í gær þann 15.mars í Árbæjarkirkju. Samspil frá Tónlistarskóla Árbæjar kom fram ásamt nafntoguðum hljómsveitum: Lame Dudes, Önnu Siggu og Aðalheiði Þorsteinsdóttur, Spaðar og fleiri Arbaejarkirkja 2017 Hverfatonleikar góðir listamenn. Krakkarnir stóðu sig með prýði undir dyggri stjórn Sigmars Matthíassonar. Vel gert Örn, Katrín, Chona og Hlynur!

 

Fleiri myndir á Facebook síðu okkar!

Píanónemandi við Tónlistarskóla Árbæjar Ólafur Helgi Örvarsson, úr Árbæjarhverfinu kom fram á Stóru Upplestrarkeppninni í Guðríðarkirkju og lék þar nokkur verk.

Stóð sig með stakri prýði og var vel tekið.  Nemendur frá Tónlistarskóla Árbæjar hafa komið fram á þessarri keppni nú í nokkur ár og er þetta kærkomið tækifæri fyrir skólann að taka þátt í starfsemi sem fer fram í Árbæjarhverfinu.Olafur Orvarsson

587-1664

tonarb@heimsnet.is

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FÖSTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00