Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Húsfyllir á tónleikum í Selásskóla. Fullsetið var út úr dyrum er viðamiklir tónleikar fóru fram þann 10.nóvember. Hljómsveitir og samleikur, söngur og píanó og margt fleira.    gitar selasskola
Kíkið hér á nokkrar myndir

Vel sóttir tónleikar í Norðlingaskóla þann 9.nóvember 2016    samspil TA nordlinga nov 2016

Sjáið myndir á Facebook síðu okkar!  Fjölbreytt og skemmtileg samspil settu svip sinn á þessa tónleika og skemmtilegt var að heyra í efnilegum söngnemendum stíga á stokk. 

Nemendatónleikar verða sem hér segir við Tónlistarskóla Árbæjar      krakkar saman

  • Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18.00 í Norðlingaskóla
  • Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 18.00 í Selásskóla (nemendur úr Krókhálsi koma einnig fram) 
  • Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 18.00 í Ingunnarskóla 

 

Athugið að ekki koma allir nemendur fram, en markmið skólans er að nemendur komi a.mk. einu sinni fram á hverju skólaári. Enginn er þó tilneyddur til að koma fram en við mælum eindregið með því að nemendur þjálfist í að koma fram. 

 

skólastjóri 

Nemendur úr Tónlistarskóla Árbæjar komu fram undir stjórn Sigmars Þórs Matthíassonar á degi félagsmiðstöðva í Holtinu í Norðlingaholti.

 Mikið hæfileikafólk á ferðinni og styst er frá því að segja að þeim var feikna vel tekið. 

Um var að ræða yngra og eldra samspil í Norðlingaskóla

 

 

 

 

yngra samspil

Nemendur og forráðamenn vinsamlegast athugið: 

Vetrarfrí verða við Tónlistarskóla Árbæjar fimmtudaginn 20. október, föstudaginn 21. október og mánudaginn 24.október.  Engin kennsla fer fram við skólann.


Tónlistarskóli Árbæjar fylgir starfsáætlunum grunnskóla í Árbæjarhverfinu að svo miklu leyti sem það er mögulegt.

Starfsáætlun skólans er þannig byggð upp að nemendur munu ekki missa úr tíma, heldur lengist skólaárið um þennan dagafjölda.    vetrarfri


Vinsamlegast látið skólann vita ef börn verða lengur frá vegna ferðalaga og þess háttar.

Það er von okkar að vetrarfríið reynist fjölskyldum kærkomið tækifæri til að njóta skemmtilegra samvista.

með góðri kveðju

Skólastjóri 

Langar þig að spila í hljómsveit? Syngja, spila á gítar, hljómborð, bassa eða trommur? Önnur hljóðfæri eru að sjálfsögðu líka velkomin.

Tónlistarskóli Árbæjar, í samstarfi við Félagsmiðstöðina Holtið í Norðlingaholti, mun standa fyrir hljómsveitastarfi í Mest húsinu í vetur.

Engrar fyrri reynslu af hljómsveitarspili er krafist en þó er æskilegt að þátttakendur hafi minniháttar hljóðfærakunnáttu. Á haustönn 2016 munu hljómsveitaræfingar (1 klst.) fara fram á föstudögumHljomsveit i holtinu á milli kl. 14 og 17 - fjöldi hópa fer eftir skráningu. Umsjónarmaður hljómsveita verður bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson. Sigmar býr yfir margra ára reynslu af samspilskennslu og hljómsveitastarfi. Auk þess munu sérhæfðir söng- og hljóðfærakennarar líta inn á æfingar til leiðbeinslu. 

Umsóknir sendist á tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þar skal koma fram nafn, kennitala og bekkur nemanda. Frístundakort Reykjavíkurborgar má nota til greiðslu þáttökugjalda. Upplýsingar um verð og aðra tilhögun má finna á heimasíðu Tónlistarskóla Árbæjar. Birt með fyrirvara um þáttöku.

587-1664

tonarb@heimsnet.is

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FÖSTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00