Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Lokað á skrifstofu Tónlistarskóla Árbæjar vegna sumarleyfa.  Hægt er að  hafa samband um tölvupóst hér     Sumir komnir í sumarfrí

 

Sjá nánar um starfsáætlun hér

 

 

Gleðilegt sumar - Sjáumst í haust

 

Þann 17. maí síðastliðinn fóru kennararnir Kristján Guðjónsson og Hjörtur Ingvi Jóhannsson ásamt nemendum sínum í heimsókn á hjúkrunarheimilið Eir. Þar spiluðu krakkarnir fyrir heimilisfólkið og foreldra sína við mikla ánægju þeirra TA Eir 216sem á hlýddu. Mæltist heimsóknin einkar vel fyrir og er stefnt að því að endurtaka leikinn að ári.

Tónlistarskóli Árbæjar, með útibú í Selásskóla, braut upp skólastarfið í síðustu kennsluvikunni og hélt tónleika fyrir börnin á leikskólanum Rauðaborg. Ekki var annað að sjá en yngsta kynslóðin skemmti sér konunglega og væri gaman aðTA raudaborg 2016 endurtaka þetta á næsta skólaári..

Þriðjudaginn 17. maí fóru nokkrir píanónemendur úr Tónlistarskóla Árbæjar að spila fyrir heimilisfólkið á Hjúkrunarheimilinu í Skógarbæ.
Heimilisfólkið safnaðist saman í sal Félagmiðstöðvar Skógarbæjar og hlýddu á nemendur spila. Þeir stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Að spilamennsku lokinni var boðið upp á smávegis hressingu sem krökkunum þótti ekki leiðinilegt. Ta skogarbaaer2
Mikil ánægja var með heimsóknina og talað var um hvað það væri gaman að heyra svo fjölbreytta tónlist sem flutt var, allt frá háklassík upp í popptónlist.

Þau vildu endilega að við kæmum aftur og við reynum auðvitað að stefna að því :-)

Þriðjudaginn 17. maí síðastliðinn heimsóttu tveir nemendur úr Tónlistarskóla Árbæjar ásamt kennara Heilsuskóla Tanyu í Kópavogi. Þau Hafdís Bjarnadóttir gítarkennari og gítarnemarnir Örn Finnsson og Laufey Guðnadóttir léku lifandi TA I Jogagítartónlist í jógatíma undir stjórn Þórdísar Eddu Guðjónsdóttur jógakennara. Áhersla var lögð á notalega bakgrunnstónlist og óslitið flæði á milli laga til að styðja við jógaæfingar viðstaddra. Mikil ánægja var með viðburðinn hjá öllum sem tóku þátt, bæði jógafólki og hljóðfæraleikurum.

Vortónleikar Tónlistarskóla Árbæjar fóru fram í Árbæjarkirkju og Guðríðarkirkju í vikunni sem leið.  Það er óhætt að segja að geta nemenda hefur stóraukist og sérlega skemmtilegt var að fylgjast með öflugum söngnemendum sem eru forskoli vor 2016 gudridarkirkjatiltölulega nýir við skólann.  Spilagleðin skein úr andlitum forskólanemenda í Guðríðarkirkju þegar þeir sungu og spiluðu fyrir þakkláta áheyrendur.  

Skoðið fleiri myndir á Facebook síðu okkar. 

 

587-1664

tonarb@heimsnet.is

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FÖSTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00