Creativity

Innovation

Originality

Imagination

 

Salient

Salient is an excellent design with a fresh approach for the ever-changing Web. Integrated with Gantry 5, it is infinitely customizable, incredibly powerful, and remarkably simple.

Download

Fréttir

Nemendur og forráðamenn vinsamlegast athugið: Engin kennsla er 1.maí. Þessi dagur er lögbundinn frídagur. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá á þriðjudaginn 2.maí    fyrstiMai

 

Skólastjóri 

Endurinnritun fyrir veturinn 2017-2018  er hafin.    aminning

Ágæti nemandi / forráðamaður.

Að venju er aðsókn í Tónlistarskóla Árbæjar mikil og myndast því biðlistar við skólann. Þess vegna er nauðsynlegt að nemendur sem ætla að halda áfram að stunda nám við skólann næsta vetur, endurinnriti sig nú til þess að tryggja skólavist.

Frestur til þess að ganga frá endurinnritun og greiðslu staðfestingagjalds er 5.maí 

Nauðsynlegt er að ganga frá umsókn á rafrænni Reykjavík https://rafraen.reykjavik.is

Staðfesta þarf innritun með staðfestingargjaldi kr. 14.000.- sem er óendurkræft en gengur upp í skólagjöld næsta skólaárs.

Staðfestingargjald má greiða beint inn á reikning:
Landsbanka Íslands 0137 - 26 - 23727, 
kennitala Tónlistarskóla Árbæjar: 530795-2179.
(Vinsamlegast tilgreinið kennitölu fjárhaldsmanns og nafn nemanda sem skýringu.)

Athugið að einnig má ganga frá greiðslu símleiðis. Skrifstofa Tónlistarskóla Árbæjar er opin alla virka daga frá kl. 14.00 til 16.00

Þangað til að staðfestingargjald hefur verið greitt skoðast endurinnritunin ófrágengin. Vinsamlegast sendið kvittanir á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Með sumarkveðju og þökk fyrir gott samstarf á vetrinum sem er að líða!

Stefán S. Stefánsson
Skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar

Ágætu nemendur 

Kennsla hefst í dag þriðjudaginn 18.apríl skv. stundaskrá.  Vonandi koma allir endurnærðir eftir páskafríið.  Starfsáætlun má sjá hér í í flipum hér að ofan.    

Heimasíðan hefur verið niðri nú í nokkra daga vegna tæknilegra vandamála og biðjumst við velvirðingar á því. Back to School1 750x450

 

Eftir annasama prófaviku hér í Tónlistarskóla Árbæjar er nú að líða að  páskafríi. Það hefst frá og með laugardeginum 8.apríl. 

Kennslan hefst aftur þriðjudaginn 18.apríl paskaungar

Gleðilega páska! 

Vinsamlegast athugið að skrifstofan er lokuð fimmtudaginn 6.apríl og föstudaginn 7.apríl af óviðráðanlegum orsökum. 

Sendið okkur tölvupóst með erindi - Hægt er að ná beint á kennara hér

Skólastjóri 

Nemendur og forráðamenn vinsamlegast athugið: 

 

Í næstu viku (27.mars til og með 31.mars) verða próf við Tónlistarskóla Árbæjar.    
Í þessari prófaviku verður ekki hefðbundin kennsla heldur mæta nemendur í próf sem undirbúin hafa verið af kennurum þeirra. test
Tímasetning prófanna er í höndum kennara og fá nemendur að vita hvenær þau eiga að mæta í próf. ítrekað skal að hefðbundnir tímar verða ekki í næstu viku. 

Hvernig próf eru þetta? 

Um er að ræða nokkrar tegundir prófa. Hvert og eitt fer eftir stöðu nemanda. Helstu tegundir eru þessar:
  • Áfangapróf: Nemandi tekur áfangapróf að grunnprófi (algengast) en Tónlistarskóli Árbæjar hefur skipt niður opinberu áfangaprófunum (Grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf, en þau próf eru sambærileg við samræmdu prófin og koma utanaðkomandi prófdómarar að dæma þau próf. Sjá nánar á www.profanefnd.is) 
  • Vorpróf: Ef ofangreind skilyrði eiga ekki við tekur nemandi vorpróf og hlýtur einkunn skv. prófdómara og umsagnir. 
  • Grunn- og miðpróf á vegum prófanefndar: Utanaðkomandi prófdómari á vegum prófanefndar og prófin fara í gegn um prófanefndina. 
Hafi nemandi af sérstökum ástæðum (Veikindi, nýbyrjaður, fjarvera af eðlilegum orsökum osfrv.) ekki tök á því að taka próf þá hlýtur nemandi umsögn og iðniseinkunn í lok annar. 

Þessi próf eiga ekki við nemendur forskólans, en þau fá umsögn í lok ársins.

Ítrekað skal að allir tímar falla niður á meðan á prófaviku stendur, þar með talið samspil, forskóli og  bóklegar greinar 

Kennsla verður svo með hefðbundnum hætti í vikunni þar á eftir.

Ef eitthvað er óljóst hafið samband við kennara en síma og tölvupóst þeirra má finna hér

Þriðju tónleikarnir í tónleikaröð Tónlistarskóla Árbæjar í hverfinu voru í Selásskóla. Þar var þröngt setið og nemendur léku við hvurn sinn fingur. Fleiri myndir á Facebook síðu okkar      vefsida mynd