Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Ágætu nemendur og forráðamenn

nú höfum við hjá Tónlistarskóla Árbæjar tekið þá  ákvörðun að frá og með miðvikudeginum 25.mars 2020 munum við  færa allt tónlistarnám  í fjarkennslu. 

Þetta er gert í samræmi við óskir skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og í ljósi nýjustu frétta af Covid19 faraldrinum. 

Hér er tilvitnun í bréf frá skóla- og frístundasviði þessu að lútandi: 

"Þetta erindi er skrifað fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 

Hvatt er eindregið til fjarnáms á sviði tónlistarkennslu þar sem því verður við komið en ítrustu sóttvarna í þeim tilvikum sem það er ekki hægt. Gildir það um alla kennslu, líka einstaklingskennslu, allra aldurshópa. Þetta er gert í ljósi hertra aðgerða gegn samfélagssmiti Covid19 á Íslandi”

Tilvitnun lýkur

Við hjá Tónlistarskóla Árbæjar nýtum okkur Google Meet. Allir kennarar eru með aðgang að því fundarforriti sem er einfalt og þægilegt í notkun. Hér er hlekkur á leiðbeiningarmyndskeið um notkun forritsins. Þið fáið sent tölvupóst með fjarfundarboði og eftir það leiðir eitt af öðru sjálfkrafa. Þið hlaðið niður smáforritinu Google Meet og tengist úr hvaða síma eða snjalltæki sem er. 

Við reynum eftir fremsta mætti að halda tímasetningu  tímana eins og þeir eru. Kennarar munu verða í sambandi vegna frekari útfærslu á kennslutímunum. 

Það gefur augaleið að við leitum til ykkar foreldra um aðstoð, sér í lagi fyrir yngstu nemendurna. Hjálpumst að við að komast í gegnum þetta tímabundna ástand. 

með góðri kveðju 

Stefán S. Stefánsson 

skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar

587-1664

tonarb@tonarb.net

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FIMMTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00