Creativity

Innovation

Originality

Imagination

 

Salient

Salient is an excellent design with a fresh approach for the ever-changing Web. Integrated with Gantry 5, it is infinitely customizable, incredibly powerful, and remarkably simple.

Download

Í söngnáminu er farið í söngtækni, raddbeitingu, textatúlkun, tjáningu og kenndar eru  upphitunar-og söngæfingar. Farið er ítarlega í öndun og stuðning. 

Kennd er míkrafón tækni og framkoma. Lögð er áhersla á að nálgast nemendur á þeirra áhugasviði og byggja námið upp út frá því, söngnámið er því mjög einstaklingsmiðað.

Nemendur koma fram á jóla- og vortónleikum skólans og einnig minni tónleikum og með því styrkjast nemendur mikið í sviðsframkomu. Söngdeildin heldur líka söngdeildartónleika þar sem nemendur hittast, flytja lög sem er verið að vinna með og kynnast öðrum úr deildinni.

Í boði er heilt söngnám en þá mæta nemendur einu sinni í viku í 50 mínútur.

Einnig er í boði hálft nám en þá mæta nemendur einu sinni í viku í 30 mínútur.

Í boði er fyrir söngnemendur að taka þátt í samspilum tónlistarskólans en þau eru starfrækt í Krókhálsi, Ingunnarskóla og Norðlingaskóla. Þar læra nemendur samvinnu með hljóðfæraleikurum og hafa samspilin komið víða fram og spilað. 

Kennari er Jóhanna Elísa Skúladóttir.