Nemendur sem ætla að halda áfram námi skólaárið 2025-2026 þurfa að fylla út eyðublað HÉR eins og um nýja umsókn sé að ræða
Þetta er gert til að uppfæra allar helstu og nauðsynlegustu upplýsingar.
Ef nemandi ætlar ekki að halda áfram námi, þarf að láta kennara eða skrifstofu skólans vita sem fyrst.
Staðfestingargjaldið er 14.000 kr., óendurkræft, en það dregst frá skólagjöldum næsta skólaárs.
Tímabilið til að ganga frá staðfestingu og greiðslu staðfestingargjalds er 17. apríl – 5. maí 2025.
Forráðamenn fá greiðslukröfu í gegnum Sportabler og fer greiðslan eingöngu fram þar.
5. maí lokar Sportabler fyrir greiðslu staðfestingargjalds.
Þangað til staðfestingargjaldið hefur verið greitt telst skólavist óstaðfest.
PÁSKAFRÍ
Síðasti kennsludagur fyrir páskafrí er á morgun, föstudaginn 11. apríl.
Tónlistarskólinn og skrifstofa verða lokuð 14.-21. apríl og kennsla hefst aftur þriðjudaginn 22. apríl.
Engin kennsla er á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl.
Páska- og tónlistarkveðjur,
Tónlistarskóli Árbæjar