Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Ágætu foreldur og forráðamenn

Í næstu viku er svokölluð foreldravika í Tónlistarskóla Árbæjar. Því bjóðum þér/ykkur að koma í kennslutíma til nemandans, fylgjast með námsframvindu, spyrja spurninga og annað sem lýtur að námi nemandans. Gott er að hafa kennari og gitarnem samband við kennara og láta vita af komu ykkar.

Það er markmið okkar hjá Tónlistarskóla Árbæjar að halda uppi góðu og ítarlegu sambandi við nemendur og forráðamenn um skólastarfið.
Eigir þú ekki heimangengt í næstu viku viljum við bjóða þér til foreldraviðtals síðar, á tíma sem ákvarðaður er af kennara og ykkur í sameiningu.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Með góðri kveðju
Stefán S. Stefánsson
skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar

 

 

 

 

Þökkum fyrir skemmtilega tónleika í Norðlingaskóla þar sem var þétt setinn bekkurinn!    Nordlingaskoli 11 nov20151111 181116

Sjá fleiri myndir á Facebook síðu okkar hér!

 

 

með góðri kveðju

Skólastjóri 

 

Skemmtilegir tónleikar voru haldnir á sal  í Selásskóla á fimmtudaginn 5.nóvember og stóðu nemendur og léku nemendur við góðan orstí tónleikagesta.     selasskoli

Skoðið nokkrar myndir hér frá tónleikunum í Selásskóla

Í þar næstu viku er foreldravika. Þá er foreldrum velkomið að mæta í tíma með barninu og fylgjast með, spyrja og ræða almennt um nám nemandans. Sjá starfsáætlun hér

Skólastjóri 

Vel heppnaðir tónleikar voru haldnir  þriðjudaginn 3.nóvember  í Ingunnarskóla. Einstaklega fjölbreytt og skemmtilegt. 

Næstu tónleikar eru í Selásskóla á fimmtudaginn 5.nóvember kl. 18.00 og í næstu viku miðvikudaginn 11.nóvember kl. 18.00 í Norðlingaskóla.     Dabjort og skolastjorinn

Skoðið myndir hér frá tónleikunum í Ingunnarskóla 

Í þar næstu viku er foreldravika. Þá er foreldrum velkomið að mæta í tíma með barninu og fylgjast með, spyrja og ræða almennt um nám nemandans. Sjá starfsáætlun hér

Skólastjóri 

Tónlistarskóli Árbæjar heldur 10 vikna námskeið um notkun tölva í tónlistarsköpun. Námskeiðið hefst fimmtudaginn í október  og er lýkur í janúar 2016tolvunamskeid

Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Kennt verður á fimmtudögum kl 18:30 til 19:30 að Krókhálsi 5     

Hópurinn kemur til með að taka upp hljóð, hlaða þeim í tölvu og vinna úr þeim skemmtilega tónlist undir handleiðslu tveggja reyndra kennara.

Notast verður við eftirfarandi opinn hugbúnað: Reaper, Audacity og Soundtrap.
Nemendur þurfa hvorki að hafa reynslu af tónlist né að eiga nein tæki til tónsköpunar.

Öll tæki og tól eru á staðnum, en gott er ef nemendur eiga eða hafa afnot af fartölvum eða snjalltækjum að hafa þær með.

Kennslan fer fram á Krókhálsi 5 - Tónfræðistofu. Hvert skipti er 60 mínútur.

Birt með fyrirvara um þáttöku.

Tilvalið fyrir börn sem vilja prófa hljóðfæranám krakkar pianonamskeid

Tónlistarskóli Árbæjar heldur 10 vikna píanónámskeið fyrir byrjendur og styttra komna í Ingunnarskóla og Krókhálsi.      krakkar pianonamskeid
Kennt er í litlum hóptímum (c.a. 4 saman í hóp) undir umsjón menntaðs kennara. Hver tími er 40 mín.
Námskeiðið hefst frá og með miðvikudeginum 7. október 2015
Í tímum er notast er við rafpíanó með eðlilegum áslætti. Hver nemandi er með eitt píanó.
Sameiginleg verkefni eru unnin í tímum og námskeiðið notast við speglaða kennslu, (flipped classroom) þ.e. námsefni er tekið upp á myndband fyrir nemendur. Þeir geta svo nálgast kennsluefnið á vefsíðu námskeiðsins.

587-1664

tonarb@heimsnet.is

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FÖSTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00