Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Hvað er í boði við Tónlistarskóla Árbæjar?
Fyrir utan hljóðfæra- og söngnámið er ýmislegt í boði hjá Tónlistarskóla Árbæjar.

Við vekjum athygli á samspilshópunum (hljómsveitum)

(Þarf að óska eftir því að komast í hjómsveitir, athugið að nemendur þurfa ekki endilega að vera langt komnir. Áhugi og ástundun er samt skilyrði.)

Látið kennara eða skrifstofu vita af ykkur :)

Vekjum athygli á fjarkennslu okkar (Tónfræði 101 og 102) en þar geta nemendur stundað fullgilt nám til grunnprófs í tónfræði (leiðbeinandi aldur 12 ára og eldri) Slóðin á fjarkennsluna er www.tonlistarkennsla.net
Sendið beiðni um fjarkennsluáfanga til skólans.

Áhugasamir skrái sig á móttökudögum eða gegnum síma og tölvupóst.

Hefðbundnir tímar í tónfræði eru eftirfarandi:

Tónfræði: 101: Tímar eru á miðvikudögum kl.16.10 í Krókhálsi 

Tónfræði 102 (undanfari 101) Tímar eru á miðvikudögum kl.17.10 í Krókhálsi. Kennari: Una Stefánsdóttir

Viðmiðunaraldur fyrir þessa tónfræðitíma er 12 ára og eldri. Kennslan er hafin en er í lagi að einfaldlega mæta fyrir áhugasama.

Áhugasamir skrái sig á móttökudögum eða gegnum síma og tölvupóst.

Tónlistarsaga 101 Grunnatriði tónlistarsögu kennd. Hvernig tónlist hefur þróast í gegn um aldirnar. Þessi áfangi er aðeins í boði í fjarkennslu.
Undanfari: Tónfræði 101


Vefstudda tónfræðin sem er myndbandskennsla og skrifleg verkefni sem leyst eru í samvinnu við hljóðfærakennara. Áhugasamir láti kennara sína vita til að koma vefstuddu tónfræðinni af stað.

Þessa tónfræði tíma er að finna á Tónmenntavefnum www.tonmennt.com
Nemendur fá lykilorð hjá kennurum sínum. Leiðbeinandi aldur 9 til 12 ára.

Samstarf við Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts: Nemendur í Tónlistarskóla Árbæjar fá endurgjaldslaust að taka þátt í starfi skólahljómsveitinnar. Hafið samband við kennara.

Þetta auk tónleika, vettvangsferða og annarra skemmtilegra uppákoma stendur nemendum til boða við Tónlistarskóla Árbæjar og er innfalið í námsgjöldum þeirra.

Vonandi hafa allir átt gott og gleðilegt sumarfrí. Okkur hjá Tónlistarskóla Ábæjar hlakkar mikið til að hitta nýja og eldri nemendur nú í haust!


Hér eru nokkrar hagnýtar upplýsingar um næstu daga í skólastarfinu.

Móttökudagar verða í næstu viku og munu þeir eiga sér stað á Krókhálsi 5 (og 5a) 3h.
Athugið að lyfta er í Krókhálsi 5a.
Á móttökudögum hitta nemendur kennara sinn, ganga frá tímum, ræða námsgögn, gengið er frá greiðslu skólagjalda ofl.
Kennarar munu hafa samband í þessari viku upp á nánari tímasetningar.
Móttökudagar verða á þessum dögum:

Miðvikudagur 23.ágúst:

Með áherslu á nemendur í Ingunnarskóla. Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) - Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun. Tími: 14.00 til 18.30

Fimmtudagur 24.ágúst

Með áherslu á nemendur í Norðlingaskóla. Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) - Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun. Tími: 14.00 til 18.30

Föstudagur 25.ágúst

Með áherslu á nemendur í Selásskóla og Krókhálsi. Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) - Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun. Tími: 14.00 til 18.00

Vinsamlegast bókið tíma með kennara til að forðast bið. Kennarar munu hafa samband við ykkur en sjálfsagt að hafa samband við þá hér af síðunni

Forráðamenn geta nú skoðað stöðu skólagjalda, tilkynnt forföll og skoðað aðrar upplýsingar.
Aðgangur að nemendakerfi skólans

Með því að skrá inn á kerfið má fylgjast með skólagjöldum, tilkynna forföll ofl. Íslykill eð rafræn skilríki þarf til að skrá sig inn. Auðvelt er að fá íslykil sendan í einkabanka. 
Við biðjum forráðamenn vinsamlegast að skoða upplýsingar og senda okkur breytingar, ef einhverjar,  t.d. á töluvpóstföngum o.þ.h. 

Vonum að allir komin endurnýjaðir til baka úr sumarfríinu. Skrifstofan opnar fimmtudaginn 17.ágúst kl. 14.00                                                                          

Kennslan hefst svo mánudaginn 28. ágúst. Sjá starfsáætlun skólans hérflautukrakkar

Minnum á skemmtilegar námsbrautir sem reyndust afar vel síðastliðinn vetur. 

Ukulele - Bjóðum upp á nám á hið vinsæla hljóðfæri Ukulele sem hentar afar vel til kennslu á öllum aldri. Einnig munum við notast við Ukulele í forskólakennslunni. 

Fornám á píanó og gítar.

Litlir hóptímar sérlega hentugir nemendum sem vilja kynnast hljóðfæranámi og vita hvort að það sé fyrir þá eður ei. Áður kennt sem píanónámskeið og gítarnámskeið en er nú hluti af námi við Tónlistarskóla Árbæjar. Notast er við speglaða kennslu (flipped classroom) þar sem nemendur hafa aðgang að kennslumyndböndum til að læra lögin heima. Kennsla fer fram að mestu rétt eftir skóla.

Söngur og Gítar/Píanó.

Mikil ánægja hefur verið með þessa braut (aðeins heilt nám) þar sem markmið kennslunnar er að nemandi geti leikið undir eigin söng. Námið er hugsað sem samþætting þessarra tvegjja þátta.

Vortónleikar Tónlistarskóla Árbæjar voru haldnir 23. og 24.maí sl. í Guðríðarkirkju og Árbæjarkirkju. Það er ekki úr vegi að hrósa nemendum fyrir einstaklega góða tónleika.   forskoli gudridarkirkja

Skoðið nokkrar myndir af Facebook síðu okkar hér.

 

Einkunnir og vitnisburðir hafa verið sendir út til allra nemenda.  

Óskum ykkur gleðilegs og góðs sumars!

 

Skólastjóri 

 

Vortónleikar Tónlistarskóla Árbæjar í Árbæjarkirkju miðvikudaginn 24.maí     aerbaeajarkirkja

Komum og hlýðum á tónlistarmenn og konur framtíðarinnar. 

Nemendur fá nánari tímasetningar hjá kennurum sínum um hvenær þeir eiga að mæta. 

Á morgun miðvikudag, er síðast kennsludagur við Tónlistarskóla Árbæjar

587-1664

tonarb@tonarb.net

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FIMMTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00