Creativity

Innovation

Originality

Imagination

 

Salient

Salient is an excellent design with a fresh approach for the ever-changing Web. Integrated with Gantry 5, it is infinitely customizable, incredibly powerful, and remarkably simple.

Download

Hvað er vefstudd tónfræðakennsla?

Hér er um nýjungu að ræða í tónfræðakennslu þar sem nútíma upplýsingatækni er nýtt til að gera námið skilvirkara og skemmtilegra. Tónfræðakennslan er ekki aðeins tónfræði heldur er hún einnig tónheyrn, hlustun og tónsköpun. Allar þessar greinar haldast í hendur til að gera námið sem árangursríkast. Námsefni sem farið er í er samkvæmt aðalnámsskrá sem útgefin er af menntamálaráðuneytinu. Eftir ákveðna áfanga sem nefnast lotur getur nemandi
þreytt próf úr grunnnámi og miðnámi tónfræða.

Námsefni

Allt námsefni er á netinu, hljóð, margmiðlun, nótur, verkefni og gagnvirk próf. Nám þetta er einingabært í framhaldsskólum og grunnskólum. 

Sjálfsnám

Kjósi nemandi svo getur hann stundað námið sjálfur og þarf ekki að mæta í tónfræðatíma. Hann getur þó sótt aðstoð til einkakennara eða tónfræðakennara með lausnir á verkefnum. Kennarar hafa aðgang að lausnum á netinu. Nemandi skal láta Tónlistarskóla Árbæjar vita kjósi hann að fara þessa námsleið.

Áfangapróf

Eftir að kennari hefur merkt upp svokallaðan gátlista um hvort nemandi hafi lokið verkefnum getur nemandinn þreytt áfangapróf við skólann að grunn- eða miðprófi.

Aðgangsorð

Nemandi fær aðgangsorð að vefnum og getur leitað aðstoðar vefstjóra með þau vandamál sem kynnu að geta komið upp.

Umsókn

Sækja þarf um á umsóknareyðublaðinu um tónfræðiáfanga (aðeins einn í einu) og eru tímarnir nemendum Tónlistarskóla Árbæjar að kostnaðarlausu. 

Verð fyrir skólaárið er 22.000,- og greiðist í gegnum Sportabler.