Samspil við Tónlistarskóla Árbæjar
Samspilshópar- minni og stærri samspilshópar þar sem hin félagslega hlið tónlistariðkunar er ræktuð. Samleikur og hlustun í mörgum mismunandi hópum s.s. þverflautusamspil, píanósamspil, gítarsamspil ofl.
Tónleikar og tónfundir. Nokkrir minni tónfundir er haldnir og fara þeir fram í Norðlingaskól - Selásskóla - Krókhálsi og Ingunnarskóla. Stærri tónleikar s.s. jóla- og vortónleikar eru haldnir í Árbæjarkirkju og eða Guðríðarkirkju.
Miklar kröfur eru gerðar til nemenda sem skráðir eru í samspil um mætingu. Einn nemandi sem ekki mætir á æfingar án fullgildra ástæðna skemmir um leið fyrir öðrum nemendum samspilshópsins.
Tónlistarskóli Árbæjar áskilur sér fullan rétt til að skipta út nemendum í samspilshópum sé fyrir því gild ástæða.