Salient is an excellent design with a fresh approach for the ever-changing Web. Integrated with Gantry 5, it is infinitely customizable, incredibly powerful, and remarkably simple.
DownloadHjalti Þór, fæddur 1995, hefur stundað tónlistarnám frá barnsaldri. Hann lærði á saxófón og klassískan söng en hóf píanónám 19 ára gamall og 21 árs var Hjalti tekinn í Listaháskóla Íslands í klassískt píanónám.
Hann lauk Bmus gráðu í píanóleik frá Listaháskólanum vorið 2021 undir leiðsögn Kristján Karls Bragasonar, Peter Máté og Eddu Erlends. Samhliða píanónáminu lærði hann tónsmíðar hjá Elínu Gunnlaugsdóttur.
Nú er Hjalti langt kominn með MA gráðu í tónsmíðum með áherslu á tónlistarfræði og greiningu undir leiðsögn Elínar Gunnlaugsdóttur, Atla Íngólfssonar og Hróðmars I. Sigurbjörnssonar við Listaháskóla Íslands.
Hjalti Þór hefur komið fram víða og má þar nefna Musiikattalo í Helsínki, listahátíð á Korsiku og í Hörpu og hefur einnig komið mikið fram sem meðleikari. Hjalti Þór hefur kennt við ýmsa tónlistarskóla. Þar á meðal eru Tónskóli Sigursveins, Tónlistarskóli Kópavogs, Tónmenntaskólinn í Reykjavík og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Hjalti hefur kennt píanóleik, tónsmíðar og kjarnagreinar.
Hjalti hefur unnið mörg verkefni sem hljóðfæraleikari og tónskáld og hefur hlotið styrki frá Rannís fyrir verkefnið “Hinseginleiki á Óperusviðinu”. Jafnframt því hefur hann hlotið styrk úr tónskáldasjóði RUV og Stef til að semja sönglög við ljóð Kristjáns Jónssonar fjallaskálds og styrk úr borgarsjóði til að halda tónleika á Óperudögum. Enn fremur styrk úr Verðandi, sjóði Menningarfélags Akureyrar (MAK).
Íris útskrifaðist úr Tónlistarskóla Kópavogs árið 2016. Íris er þverflautuleikari, píanóleikari, söngkona og tónskáld. Íris hefur einnig stundað nám við FÍH, Tónlistarskóla Akureyrar og í Noregi.
Vorið 2020 útskrifaðist hún sem tónskáld úr Listaháskóla Íslands. Hennar helstu kennarar voru Guðrún Birgisdóttir þverflautuleikari, Guðný Einarsdóttir organisti, Jóhanna Linnet söngkona og Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld.
Íris hefur samið mikið af tónverkum og hafa verkin hennar verið leikin á Íslandi, Noregi og Ítalíu. Hún hefur einnig verið meðlimur í nokkrum hljómsveitum innanlands og í Noregi. Núna starfar hún sem tónlistarkennari, undirleikari, tónskáld, lagahöfnundur, útsetjari og kórstjóri fyrir fullorðins og barnakór.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Bjarmi lauk framhaldsprófi í klassískum píanóleik árið 2013 frá tónlistarskólanum á Egilsstöðum. Árið 2016 útskrifaðist hann frá Listaháskóla Íslands með BA í skapandi tónlistarmiðlun þar sem aðalfag hans var píanó.
Bjarmi hefur nýverið stundað nám við tónlistarskóla FÍH og MÍT þaðan sem hann hefur lokið miðprófi í rytmískum píanóleik.
Bjarmi hefur einnig stundað söngnám og sungið með ýmsum kórum, þar á meðal Schola Cantorum.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kristján stundaði nám við tónfræðabraut Tónlistarskóla Reykjavíkur, þaðan sem hann útskrifaðist með próf í tónsmíðum árið 2004.
Í tónlistarskólanum nam hann einnig píanóleik hjá Önnu Þorgrímsdóttur.
Árið 2011 lauk hann MA prófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands.
Einnig hefur hann lokið BS gráðu í tölvunarfræðum frá Háskólanum í Reykjavík.
Kristján hefur m.a. kennt tónmennt, tónfræði, hljómborðsleik og píanó ásamt því að semja og útsetja tónlist.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 696-2607
Daníel útskrifaðist úr Tónskóla FÍH vorið 2012 á rafgítar. Hans helstu kennarar þar voru Andrés Þór Gunnlaugsson og Sigurður Flosason. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi síðustu ár og komið víða við. M.a. á hljómleikum með Kristjönu Stefánsdóttur, Stórsveit Samúels J. Samúelssonar og fleirum. Einnig hefur hann leikið inná fjölmargar upptökur sem ratað hafa inn á plötur, sjónvarpsþætti, heimildarmyndir og fleira. Samhliða því að starfa sem gítarleikari hefur Daníel líka starfað sem bassaleikari, hljómborðsleikari, slagverksleikari og útsetjari ásamt því
leika á allskyns strengjahljóðfæri.
Vorið 2016 útskrifaðist hann svo sem tónskáld úr Listaháskóla Íslands. En þar nam hann undir handleiðslu Atla Ingólfssonar. Hann hefur einnig ferðast víða um Evrópu að spila tónlist sína og annarra. Einnig hafa tónverk eftir hann verið leikin í Finnlandi og Danmörku. Ásamt því að vinna í nánu samstarfi við erlenda listamenn frá fjölmörgum löndum.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 8680136
Óskar Magnússon er fæddur 1989 og tók sín fyrstu skref sem rafgítarleikari ungur að aldri. Hann lék í ýmsum hljómsveitum en öðlaðist einnig góðan grunn á bassa og trommur. Á tvítugsaldri fór Óskar að hallast að klassískum gítarleik og lauk hann B. Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og meistaragráðu frá San Francisco Conservatory of Music tveimur árum síðar. Óskar hefur komið víða fram sem einleikari og tekið þátt í ýmsum gítar hátíðum eins og Cordoba guitar festival á Spáni, Forum guitar festival í Vín, Florida guitar foundation í Miami og hlaut hann einnig fyrsta sæti í gítarkeppninni Gohar and Ovanes guitar competition í Los Angeles árið 2018.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Erla lauk burtfaraprófi frá Tónlistarskóla FÍH úr jazz- og rokksöngdeild vorið 2011.
Erla stundaði einnig nám á rafbassa og píanó í mörg ár.
Hún stundaði nám við söngleikjadeild Domus Vox og tók þátt í ýmsum uppfærslum á vegum deildarinnar. Erla hefur ferðast víða sem tónlistarkona og tekið þátt í ýmsum tónlistarviðburðum og má þar nefna bassaleik með listahópnum Áróru um Ítalíu og sem bakraddasöngkona með Gus Gus. Einnig hefur hún verið með Joni Mitchell heiðurstónleika sem ferðaðist vítt og breitt um landið við góðan orðstír og er í jazz tríóinu After Hours, sem sérhæfir sig í silkimjúkum jazz.
Erla tók þátt sem bakrödd í framlagi Íslands í Eurovision í Portúgal árið 2018.
Einnig hefur Erla verið í þungarokkssenunni í mörg ár sem bassaleikari og er forsprakki hljómsveitarinnar DALÍ sem hefur vakið mikla athygli innan tónlistarsenunnar.
Aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Pálmi Sigurhjartarson hefur verið starfandi sem atvinnutónlistarmaður síðan 1984 og tekið þátt í gerð fjölda hljómplatna, sem hljóðfæraleikari, útsetjari, upptökustjóri, lagahöfundur og söngvari. Þá hefur hann einnig starfað sem hljómsveitar- og tónlistarstjóri í sjónvarpi, útvarpi og leikhúsi, meðleikari hjá fjölda listamanna og unnið við tónlistarkennslu.
Pálmi starfar með spunahópnum Improv Island og er pianóleikari hjá Complete Vocal Studio, hefur unnið á sviðslistabraut LHI , og meðleikari í söngdeild FIH .
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 8985611
Gunnar Leó Pálsson hóf að lemja á hina ýmsu potta og pönnur um leið og hann gat loftað sleifunum í eldhúsi móður sinnar en hefur þó spilað á trommur í tæp tuttugu ár.
Gunnar Leó hefur menntað sig og aflað sér þekkingar á trommuleik víða. Á hans yngri árum sótti hann fjölda trommunámskeiða hjá mönnum á borð Gulla Briem, Jóhanni Hjörleifssyni, Birgi Nielsen, Gesti Pálmasyni og Magnúsi Ásvaldssyni. Eftir ótal námskeið hóf Gunnar Leó nám við tónlistarskóla FÍH en þar lærði hann meðal annars hjá Ólafi Hólm Einarssyni, Einari Scheving, Erik Qvick og fleirum. Þá hefur hann einnig sótt námskeið hjá erlendum trommuleikurum þeim Dave Weckl, Erik Smith og Søren Frost.
Gunnar Leó hefur komið víða við í tónlistinni og hóf ungur að árum að leika með hinum ýmsu hljómsveitum. Hann var valinn efnilegasti trommuleikari Músíktilraunanna árið 2005, þegar hann keppti þar með hljómsveitinni Gay Parad. Á undanförnum árum hefur hann unnið með tónlistarmönnum á borð við Eyþóri Inga Gunnlaugssyni, Maríu Ólafsdóttur, Matthíasi Matthíassyni og Mána Orrasyni svo nokkur nöfn séu nefnd.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gsm: 698-5386
Sólborg nam við Det Jyske Musikkonservatorium 2009-2011 og lauk þar mastersnámi í píanóleik.
2009 Lauk Sólborg B.Mus nám í píanóleik við Listaháskóla Íslands. Aðalkennari: hennar var Peter Máté
Sólborg hefur starfað um árabil sem píanókennari og píanóleikari hér á Íslandi sem og víða um norðurlönd.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 694 6102
Hafdís Bjarnadóttir tónskáld og rafgítarleikari fæddist árið 1977. Hún nam rafgítarleik við Tónlistarskóla FÍH frá árunum 1995-2002 hjá Þórði Árnasyni, Birni Thoroddsyni,
Hilmari Jenssyni og Jóni Páli Bjarnasyni. Þaðan lauk Hafdís kennaraprófi í rytmískri tónlist vorið 2001 og árið eftir burtfararprófi á rafgítar frá sama skóla. Sama ár kom
út geisladiskurinn Nú hjá Smekkleysu með tónlist hennar í flutningi eigin hljómsveitar. Sú plata þótti brúa landamæri milli ýmissa tónlistarstefna, þ.á.m. djass, rokks,
þjóðlaga, endurreisnartónlistar og nútímatónlistar. Í desember 2009 kom svo út önnur sólóplata Hafdísar í svipuðum dúr, Jæja, og sem fyrr leitast Hafdís við að blanda saman
ólíkum hljóðfærum og stefnum.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 6617327
Stúdentspróf úr eðlisfræðideild Menntaskólans við Sund 1977.
Nám í heimspeki við Háskóla Íslands 1979-1980. Þverflautunám við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskólann í Reykjavík.
Einkatímar á saxófón hjá Gunnari Ormslev.
Lauk B.M. prófi frá Berklee College of Music 1980-1983 í Boston og sótti nám í jazztónsmíðum við sama skóla sumarið 1988.
Skólastjóri við Tónlistarskóla Árbæjar.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 698-1597
Á yngri árum var Heiðar Ingi í námi í klassískum gítarleik og kláraði grunnpróf.
Árið 2019 hóf hann nám við Tónlistarskóla FÍH og tók grunnpróf í rafgítarleik.
Árið 2022 fór Heiðar á grunnnámskeið í söng hjá Söngsteypunni í Complete Vocal Technique.
Heiðar Ingi hefur unnið á leikskóla í 10 ár bæði sem leiðbeinandi, stuðningsaðili og sinnt sérkennslu.
Árið 2022 hóf Heiðar Ingi kennslu í Tónholti í Norðlingaskóla hjá Þránni Árna Baldvinssyni úr Skálmöld.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.