Tónlistarskóli Árbæjar býður upp á gítarfornám fyrir byrjendur og styttra komna nú í haust.
Kennt er í litlum hóptímum (4 saman í hóp) í umsjón gítarkennara. Hver tími er ein kennslustund (40 mín)
Í tímum eru notaðir gítarar í hæfilegri stærð fyrir yngri nemendur. Sameiginleg verkefni eru unnin í tímum.
Námskeiðið notast við speglaða kennslu, (flipped classroom) þ.e. námsefni er tekið upp á myndband fyrir nemendur. Þeir geta svo nálgast kennsluefnið á vefsíðu námskeiðsins. Einnig fá nemendur kennsluefni í tímum.
Markmið námsins er fyrst og fremst að nemendur getið spilað einföld lög og æfingar en minni áhersla á nótnalestur.
Leiðbeinandi aldur er 8 ára og eldri. (Yngri nemendum er bent á forskóla Tónlistarskóla Árbæjar).
Stefnt er að því að tímarnir verði sem fyrst eftir skólatíma. Ef unnt reynist að koma námskeiði fyrir á skólatíma mun það gert í samráði við foreldra og umsjónarkennara.
Námskeiðið er tilvalið fyrir börn sem sýnt hafa hljóðfæranámi áhuga og fá þannig tækifæri til að kynnast hljóðfæranámi í raun.
Umsóknir sendist inn hér
Frístundakort Reykjavíkurborgar má nota til greiðslu þáttökugjalda.
Upplýsingar um verð og aðra tilhögun má finna á heimasíðu Tónlistarskóla Árbæjar
Birt með fyrirvara um þáttöku.