Skólastarfið 2019-2020 að hefjast !
Sumarið hefur leikið við okkur sunnlendinga í sumar en nú líður að nýju skólaári!
Vonandi hafa allir átt gott og gleðilegt sumarfrí. Okkur hjá Tónlistarskóla Ábæjar hlakkar mikið til að hitta nýja og eldri nemendur nú í næstu viku. en þá hefst starf við Tónlistarskóla Árbæjar.
Móttökudagar
Móttökudagar verða í næstu viku og munu þeir eiga sér stað á Krókhálsi 5 (og 5a) 3h.
Athugið að lyfta er í Krókhálsi 5a.
Á móttökudögum hitta nemendur kennara sinn, ganga frá tímum, ræða námsgögn, gengið er frá greiðslu skólagjalda ofl.
Kennarar munu hafa samband bráðlega upp á nánari tímasetningar.
Móttökudagar verða á þessum dögum:
Miðvikudagur 21.ágúst:
- Með áherslu á nemendur í Ingunnarskóla.
- Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a)
- Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun.
- Tími: 14.00 til 18.30
Fimmtudagur 22.ágúst
- Með áherslu á nemendur í Norðlingaskóla.
- Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) -
- Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun.
- Tími: 14.00 til 18.30
Föstudagur 23.ágúst
- Með áherslu á nemendur í Selásskóla og Krókhálsi.
- Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a)
- Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun.
- Tími: 14.00 til 18.00
Vinsamlegast bókið tíma með kennara til að forðast bið.
Kennarar munu hafa samband við ykkur en sjálfsagt að hafa samband við þá ef þið viljið hafa samband við þá beint. Hér eru netföng og símanúmer kennara.