Ágætu nemendur og forráðamenn!
Föstudaginn 22.maí var síðasti kennsludagur vetrarins hér í Tónlistarskóla Árbæjar.
Óvenjulegu og skrítnu skólaári er hér með lokið. Covid19 faraldurinn hefur sett marga hluti úr skorðum en við höfum reynt að bregðast við með því að færa kennsluna yfir í fjarkennslu, sem reyndar gekk ótrúlega vel. Ber að þakka jákvæðu viðhorfi ykkar, nemenda og forráðamanna og kennara að svo vel gekk eins og raun ber vitni.
Ein af afleiðingum Covid19 er að okkur er ekki heimilt að halda hefðbundna vortónleika.
Í stað þeirra höfum við tekið upp myndbönd eða hljóðupptökur hjá flestum (eins og við verður komið) sem hafa verið sendar til ykkar flestra núna við lok skólaársins.
Ekki verður um eiginlegar einkunnir að ræða að þessu sinni, enda féll prófavikan okkar niður. Nemendur hafa allir fengið umsagnir sem nálgast má á MÍNAR SÍÐUR af heimasíðu skólans. (Rafræn skilríki)
Þar má einnig sjá mætingar og ýmsar upplýsingar sem skipta ykkur máli.
Upplýsingar um námið í haust má finna á starfsáætlun skólans hér á heimasíðunni. Við hjá Tónlistarskóla Árbæjar óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum samstarfið á vetrinum!
Skólastjóri, kennarar og starfsfólk Tónlistarskóla Árbæjar