Nemendur og forráðamenn vinsamlegast athugið:
Í næstu viku (27.mars til og með 31.mars) verða próf við Tónlistarskóla Árbæjar.
Í þessari prófaviku verður ekki hefðbundin kennsla heldur mæta nemendur í próf sem undirbúin hafa verið af kennurum þeirra.
Tímasetning prófanna er í höndum kennara og fá nemendur að vita hvenær þau eiga að mæta í próf. ítrekað skal að hefðbundnir tímar verða ekki í næstu viku.
Hvernig próf eru þetta?
Um er að ræða nokkrar tegundir prófa. Hvert og eitt fer eftir stöðu nemanda. Helstu tegundir eru þessar:
- Áfangapróf: Nemandi tekur áfangapróf að grunnprófi (algengast) en Tónlistarskóli Árbæjar hefur skipt niður opinberu áfangaprófunum (Grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf, en þau próf eru sambærileg við samræmdu prófin og koma utanaðkomandi prófdómarar að dæma þau próf. Sjá nánar á www.profanefnd.is)
- Vorpróf: Ef ofangreind skilyrði eiga ekki við tekur nemandi vorpróf og hlýtur einkunn skv. prófdómara og umsagnir.
- Grunn- og miðpróf á vegum prófanefndar: Utanaðkomandi prófdómari á vegum prófanefndar og prófin fara í gegn um prófanefndina.
Hafi nemandi af sérstökum ástæðum (Veikindi, nýbyrjaður, fjarvera af eðlilegum orsökum osfrv.) ekki tök á því að taka próf þá hlýtur nemandi umsögn og iðniseinkunn í lok annar.
Þessi próf eiga ekki við nemendur forskólans, en þau fá umsögn í lok ársins.
Ítrekað skal að allir tímar falla niður á meðan á prófaviku stendur, þar með talið samspil, forskóli og bóklegar greinar
Páskafrí hefst svo að lokinni prófaviku.
Ef eitthvað er óljóst hafið samband við kennara en síma og tölvupóst þeirra má finna hér