Við vonum að allir hafi átt gott sumar - nú hefst kennslan við Tónlistarskóla Árbæjar
Kennslan hefst fimmtudaginn 22.ágúst, þó fara fyrstu dagarnir oft í að klára að ganga frá stundatöflum
Skólagjöld eru öll að finna á Abler.
Hægt er að skipta greiðslum & nýta Frístundakortið þar.
Við bjóðum nýjan kennara hjartanlega velkominn en það er hann Hjalti Þór Davíðsson.
Hlökkum til að hittast nú í haust! Þetta verður skemmtilegur vetur 😊
Skólastjóri