Samkvæmt tilmælum frá Almannavörnum þá viljum við taka eftirfarandi fram:
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir ofsaveðrið, sem spáð hefur verið, fyrst munu skella á á Suðurlandi. Ekki sé ráðlegt að vera á ferðinni þar eftir klukkan 12 á hádegi. Á öðrum stöðum á landinu, og þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, er ráðlegt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 17.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Spáð er austan ofsaveðri á morgun og fram á þriðjudag á öllu landinu með snjókomu og byl. Mikill vindhraði er í kortunum.
Þetta gæti að sjálfsögðu breyst þannig að óveðrið skelli eitthvað fyrr á. Fylgjumst vel með veðri og sendum börn ekki ein í skólann ef ástæða er til að hafa áhyggjur af veðrinu.
Sendum börn ekki ein í skólann, tryggjum öryggi barnanna.
með kveðju
Stefán Stefánsson
skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar