Tónleikaröð nemenda í næstu viku!
- Ingunnarskóli Þriðjudaginn 8.mars kl. 18.00 á sal.
- Norðlingaskóli miðvikudaginn 9.mars kl. 18.00 í Glym
- Selásskóli fimmtudaginn 10.mars kl. 18.00 á sal
Nemendur spila verkefni sem þeir eru að fást við. Athugið að ekki spila allir nemendur á tónleikunum, sumir ekki tilbúnir með efni, aðrir forfallaðir osfrv. Það að koma fram á tónleikum er hluti af tónlistarlegu uppeldi nemenda og stefna skólans er að nemandi komi að minnsta kosti fram einu sinni á ári.
Í vikunni á eftir er prófavika. Engin kennsla fer fram í þeirri viku enda eru kennarar að prófdæma og sitja yfir prófum nemenda. Nemendur verða boðaðir í þessi próf af kennurum sínum.
Páskafrí hefst svo frá og með mánudeginum 21.mars og hefst kennsla aftur þriðjudaginn 29.apríl