Vel heppnaðir tónleikar í Ingunnarskóla fóru fram á þriðjudaginn í þessari viku og komu fram nemendur og fluttu verk sín fyrir fullum sal af gestum. Skemmst er frá því að segja að nemendur voru sjálfum sér og Tónlistarskóla Árbæjar til sóma.
Nokkrar myndir til viðbótar má sjá frá tónleikunum hér á Facebook síðu skólans.
Tónleikarnir eru þáttur í tónleikaröð skólans en alls fóru fram þrennir tónleikar í þessari viku.
Framkoma nemenda á slíkum tónleikum er mikilvægur þáttur í tónlistarnámi. Slík framkoma er þjálfun og eykur öryggi nemenda gagnvart því að koma fram fyrir áheyrendur og flytja tónlist sína. Það er ekkert sem kemur í stað þessarar þjálfunar annað en að einfaldlega koma fram á tónleikum.