Síðasta kennsluvika
Þá er komið að síðustu kennsluviku við Tónlistarskóla Árbæjar. Síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 19.maí.
Í síðustu vikunni bryddum við upp á nýjungum í skólastarfinu og má sem dæmi nefna að nokkrir nemendur munu koma fram á heimili fyrir aldraða, aðrir koma fram á leikskólum, nokkrir munu spila í jóga tíma og enn aðrir koma fram á bókasöfnum. Fjölbreyttar uppákomur í lok skólaárs.
Vortónleikar Tónlistarskóla Árbæjar
Vortónleikarnir verða í
Árbæjarkirkju miðvikudaginn 18.maí kl. 18.00 og 19.30 (Nemendur fá nákvæmar tímasetningar frá kennurum sínum) og í
Guðríðarkirkju fimmtudaginn 19.maí kl. 18.00 og 19.30.
Allir velkomnir!
Nýjungar á næsta ári:
Ukulele - Bjóðum upp á nám á hið vinsæla hljóðfæri Ukulele sem hentar afar vel til kennslu á öllum aldri.
Tölvutónlist - Hvernig skapa má tónlist með tölvu - Kennt á tölvuna sem um hljóðfæri væri að ræða. Notaður hugbúnaður til tónlistarsköpunar.
Fornám á píanó og gítar.
Litlir hóptímar sérlega hentugir nemendum sem vilja kynnast hljóðfæranámi og vita hvort að það sé fyrir þá eður ei. Áður kennt sem píanónámskeið og gítarnámskeið en er nú hluti af námi við Tónlistarskóla Árbæjar. Notast er við speglaða kennslu (flipped classroom) þar sem nemendur hafa aðgang að kennslumyndböndum til að læra lögin heima. Kennsla fer fram að mestu rétt eftir skóla.
Söngur og Gítar/Píanó.
Mikil ánægja hefur verið með þessa braut (aðeins heilt nám) þar sem markmið kennslunnar er að nemandi geti leikið undir eigin söng. Námið er hugsað sem samþætting þessarra tvegjja þátta.
Endurinnritun - Síðustu forvöð
Að venju er aðsókn í Tónlistarskóla Árbæjar mikil og myndast því biðlistar við skólann. Þess vegna er nauðsynlegt að nemendur sem ætla að halda áfram að stunda nám við skólann næsta vetur, endurinnriti sig nú til þess að tryggja skólavist.
Allmargir hafa nú endurinnritað sig fyrir næsta skólaár og eru því búnir að tryggja sér skólavist. Endurinnritun átti að vera lokið fyrir 30.apríl síðastliðinn. Við munum því fara að taka inn nemendur af biðlistum í lok vikunnar.
Varstu nokkuð búinn að gleyma þér ?