Þriðjudaginn 17. maí síðastliðinn heimsóttu tveir nemendur úr Tónlistarskóla Árbæjar ásamt kennara Heilsuskóla Tanyu í Kópavogi. Þau Hafdís Bjarnadóttir gítarkennari og gítarnemarnir Örn Finnsson og Laufey Guðnadóttir léku lifandi gítartónlist í jógatíma undir stjórn Þórdísar Eddu Guðjónsdóttur jógakennara. Áhersla var lögð á notalega bakgrunnstónlist og óslitið flæði á milli laga til að styðja við jógaæfingar viðstaddra. Mikil ánægja var með viðburðinn hjá öllum sem tóku þátt, bæði jógafólki og hljóðfæraleikurum.