Creativity

Innovation

Originality

Imagination

 

Salient

Salient is an excellent design with a fresh approach for the ever-changing Web. Integrated with Gantry 5, it is infinitely customizable, incredibly powerful, and remarkably simple.

Download

Fréttir

Ágætu foreldur og forráðamenn

Í þessarri viku er svokölluð foreldravika í Tónlistarskóla Árbæjar. Því bjóðum þér/ykkur að koma í kennslutíma til nemandans, fylgjast með námsframvindu, spyrja spurninga og annað sem lýtur að námi nemandans. Gott er að foreldra fundurhafa  samband við kennara og láta vita af komu ykkar.

Það er markmið okkar hjá Tónlistarskóla Árbæjar að halda uppi góðu og ítarlegu sambandi við nemendur og forráðamenn um skólastarfið. 
Eigir þú ekki heimangengt í næstu viku viljum við bjóða þér til foreldraviðtals síðar, á tíma sem ákvarðaður er af kennara og ykkur í sameiningu.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Með góðri kveðju
Stefán S. Stefánsson 
skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar

Fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar í Ingunnarskóla þann 15.nóvember sl.  Fram kom m.a. ný hljómsveit í Ingunnarskóla. Sjáið fleiri myndir á Facebook síðu okkar :) 

Ingunnarskoli 15 nov 2016IMG 0441

Húsfyllir á tónleikum í Selásskóla. Fullsetið var út úr dyrum er viðamiklir tónleikar fóru fram þann 10.nóvember. Hljómsveitir og samleikur, söngur og píanó og margt fleira.    gitar selasskola
Kíkið hér á nokkrar myndir

Vel sóttir tónleikar í Norðlingaskóla þann 9.nóvember 2016    samspil TA nordlinga nov 2016

Sjáið myndir á Facebook síðu okkar!  Fjölbreytt og skemmtileg samspil settu svip sinn á þessa tónleika og skemmtilegt var að heyra í efnilegum söngnemendum stíga á stokk. 

Nemendatónleikar verða sem hér segir við Tónlistarskóla Árbæjar      krakkar saman

  • Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18.00 í Norðlingaskóla
  • Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 18.00 í Selásskóla (nemendur úr Krókhálsi koma einnig fram) 
  • Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 18.00 í Ingunnarskóla 

 

Athugið að ekki koma allir nemendur fram, en markmið skólans er að nemendur komi a.mk. einu sinni fram á hverju skólaári. Enginn er þó tilneyddur til að koma fram en við mælum eindregið með því að nemendur þjálfist í að koma fram. 

 

skólastjóri 

Nemendur úr Tónlistarskóla Árbæjar komu fram undir stjórn Sigmars Þórs Matthíassonar á degi félagsmiðstöðva í Holtinu í Norðlingaholti.

 Mikið hæfileikafólk á ferðinni og styst er frá því að segja að þeim var feikna vel tekið. 

Um var að ræða yngra og eldra samspil í Norðlingaskóla

 

 

 

 

yngra samspil