Vonandi hafa allir átt gott og gleðilegt sumarfrí. Okkur hjá Tónlistarskóla Ábæjar hlakkar mikið til að hitta nýja og eldri nemendur nú í haust!
Hér eru nokkrar hagnýtar upplýsingar um næstu daga í skólastarfinu.
Móttökudagar verða í næstu viku og munu þeir eiga sér stað á Krókhálsi 5 (og 5a) 3h.
Athugið að lyfta er í Krókhálsi 5a.
Á móttökudögum hitta nemendur kennara sinn, ganga frá tímum, ræða námsgögn, gengið er frá greiðslu skólagjalda ofl.
Kennarar munu hafa samband í þessari viku upp á nánari tímasetningar.
Móttökudagar verða á þessum dögum:
Miðvikudagur 23.ágúst:
Með áherslu á nemendur í Ingunnarskóla. Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) - Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun. Tími: 14.00 til 18.30
Fimmtudagur 24.ágúst
Með áherslu á nemendur í Norðlingaskóla. Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) - Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun. Tími: 14.00 til 18.30
Föstudagur 25.ágúst
Með áherslu á nemendur í Selásskóla og Krókhálsi. Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) - Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun. Tími: 14.00 til 18.00
Vinsamlegast bókið tíma með kennara til að forðast bið. Kennarar munu hafa samband við ykkur en sjálfsagt að hafa samband við þá hér af síðunni