Hvað er í boði við Tónlistarskóla Árbæjar?
Fyrir utan hljóðfæra- og söngnámið er ýmislegt í boði hjá Tónlistarskóla Árbæjar.
Við vekjum athygli á samspilshópunum (hljómsveitum)
(Þarf að óska eftir því að komast í hjómsveitir, athugið að nemendur þurfa ekki endilega að vera langt komnir. Áhugi og ástundun er samt skilyrði.)
Látið kennara eða skrifstofu vita af ykkur :)
Vekjum athygli á fjarkennslu okkar (Tónfræði 101 og 102) en þar geta nemendur stundað fullgilt nám til grunnprófs í tónfræði (leiðbeinandi aldur 12 ára og eldri) Slóðin á fjarkennsluna er www.tonlistarkennsla.net
Sendið beiðni um fjarkennsluáfanga til skólans.
Áhugasamir skrái sig á móttökudögum eða gegnum síma og tölvupóst.
Hefðbundnir tímar í tónfræði eru eftirfarandi:
Tónfræði: 101: Tímar eru á miðvikudögum kl.16.10 í Krókhálsi
Tónfræði 102 (undanfari 101) Tímar eru á miðvikudögum kl.17.10 í Krókhálsi. Kennari: Una Stefánsdóttir
Viðmiðunaraldur fyrir þessa tónfræðitíma er 12 ára og eldri. Kennslan er hafin en er í lagi að einfaldlega mæta fyrir áhugasama.
Áhugasamir skrái sig á móttökudögum eða gegnum síma og tölvupóst.
Tónlistarsaga 101 Grunnatriði tónlistarsögu kennd. Hvernig tónlist hefur þróast í gegn um aldirnar. Þessi áfangi er aðeins í boði í fjarkennslu.
Undanfari: Tónfræði 101
Vefstudda tónfræðin sem er myndbandskennsla og skrifleg verkefni sem leyst eru í samvinnu við hljóðfærakennara. Áhugasamir láti kennara sína vita til að koma vefstuddu tónfræðinni af stað.
Þessa tónfræði tíma er að finna á Tónmenntavefnum www.tonmennt.com
Nemendur fá lykilorð hjá kennurum sínum. Leiðbeinandi aldur 9 til 12 ára.
Samstarf við Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts: Nemendur í Tónlistarskóla Árbæjar fá endurgjaldslaust að taka þátt í starfi skólahljómsveitinnar. Hafið samband við kennara.
Þetta auk tónleika, vettvangsferða og annarra skemmtilegra uppákoma stendur nemendum til boða við Tónlistarskóla Árbæjar og er innfalið í námsgjöldum þeirra.