Heimilislegir og notalegir tónleikar voru í Borgarbókasafni Árbæjar þann 21.nóvember. Nemendur léku verk sín fyrir gesti og gangandi og var gerður góður rómur af.
Tónleikarnir eru hluti af stefnu Tónlistarskóla Árbæjar að færa tónlistarnámið meira út í nærumhverfið og gekk svo vel að aðrir tónleikar eru fyrirhugaðir þann 5.desember
Má gera ráð fyrir að þar heyrist svo sem eitt eða tvö jólalög