Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Ágætu nemendur    

sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn,  þann 22.apríl sumardagurinn fyrsti02

Sumardagurinn fyrsti er frídagur og því engin kennsla. 

Gleðilegt sumar 

Ágætu nemendur og forráðamenn 

Páskafrí hefst frá og með mánudeginum 29.mars  Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 7. aprílpaskar 2021

Minnum á endurinnritunina fyrir næsta skólaár! 

Gleðilega páska

Vetrafrí við  Tónlistarskóla Árbæjar
Nemendur og forráðamenn vinsamlegast athugið: 

Vetrarfrí verða við Tónlistarskóla Árbæjar                          
  • fimmtudaginn 22. október, 
  • föstudaginn 23. október  
  • mánudaginn 26.október. 

Engin kennsla fer fram við skólann. Flestir grunnskólar eru lokaðir þessa daga. 

Tónlistarskóli Árbæjar fylgir starfsáætlunum grunnskóla í Árbæjarhverfinu að svo miklu leyti sem það er mögulegt.
 
Starfsáætlun skólans er þannig byggð upp að nemendur munu ekki missa úr tíma, heldur lengist skólaárið um þennan dagafjölda. 

Vinsamlegast látið skólann vita ef börn verða lengur frá vegna ferðalaga og þess háttar.
Það er von okkar að vetrarfríið reynist fjölskyldum kærkomið tækifæri til að njóta skemmtilegra samvista.

með góðri kveðju
Stefán S. Stefánsson
Skólastjóri

Getum bætt við nemendum á gítar og í söng!

Endilega hafið samband við skrifstofu skólans eða skoðið à heimasíðu skólans www.tonarb.net tónlistarskóli árbæjar

 

Komið þið sælir ágætu nemendur og forráða menn við Tónlistarskóla Árbæjar!   aftur i skolann

Vona að sumarið hafi leikið við ykkur og allir séu vel hvíldir og tilbúnir í slaginn!

Varðandi Covid19 ástandið þá verðum við bara að taka einn dag í einu, en við munum verða í góðu sambandi vegna þessa.

Nú er starfsár okkar að hefjast innan skamms. Á heimasíðu okkar er komin áætlun með dagsetningum. Þar er að finna samræmd vetrarfrí í október og febrúar.


Kennslan hefst svo 24.ágúst.

Eins og þið þekkið þá eru þessu fyrstu dagar alltaf svolítið ruglingslegir en þetta skýrist allt á fyrstu dögunum. Kennarar raða nemendum í stundatöflum í samræmi við stundatöflur þeirra og eftir samráð við umsjónarkennara og ykkur ágætu forráðamenn.


Það eru nokkrir nýir kennarar hjá okkur, Elísa Elíasdóttir á píanó, Óskar Magnússon gítarkennari, Tryggvi Þór Skarphéðinsson forskólakennari og svo kemur aftur til starfa Ingvar Alfreðsson píanókennari. Við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin og sendum góðar kveðjur til fráfarandi kennara sem flest allir eru á leið í framhaldsnám.

Erla Stefánsdóttir hefur tekið við aðstoðarskólastjóra embætti og mun taka fullan þátt í stjórn skólans á næsta vetri.


Hafið endilega samband ef eitthvað er óljóst. Við hlökkum til að hitta nemendurna og hefja skólastarfið á ný!

með góðri kveðju
Stefán S. Stefánsson
skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar

Ágætu nemendur og forráðamenn! 

Föstudaginn 22.maí var síðasti kennsludagur vetrarins hér í Tónlistarskóla Árbæjar.  sumar

Óvenjulegu og skrítnu skólaári er hér með lokið. Covid19 faraldurinn hefur sett marga hluti úr skorðum en við höfum reynt að bregðast við með því að færa kennsluna yfir í fjarkennslu, sem reyndar gekk ótrúlega vel. Ber að þakka jákvæðu viðhorfi ykkar, nemenda og forráðamanna og kennara að svo vel gekk eins og raun ber vitni. 

Ein af afleiðingum Covid19 er að okkur er ekki heimilt að halda hefðbundna vortónleika. 

Í stað þeirra höfum við tekið upp myndbönd eða hljóðupptökur hjá flestum (eins og við verður komið)  sem hafa verið sendar  til ykkar flestra núna við lok skólaársins. 

Ekki verður um eiginlegar einkunnir að ræða að þessu sinni, enda féll prófavikan okkar niður. Nemendur hafa allir fengið umsagnir sem nálgast má á MÍNAR SÍÐUR af heimasíðu skólans. (Rafræn skilríki) 

Þar má einnig sjá mætingar og ýmsar upplýsingar sem skipta ykkur máli. 

Upplýsingar um námið í haust má finna á starfsáætlun skólans hér á heimasíðunni. Við hjá Tónlistarskóla Árbæjar óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum samstarfið á vetrinum! 😊

 

Skólastjóri, kennarar og starfsfólk Tónlistarskóla Árbæjar 

587-1664

tonarb@tonarb.net

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FIMMTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00