Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Vetrafrí við  Tónlistarskóla Árbæjar  
Nemendur og forráðamenn vinsamlegast athugið:  


Vetrarfrí verða við Tónlistarskóla Árbæjar                          

  • föstudaginn 22. október, 
  • mánudaginn 25.október. 
  • þriðjudaginn 26.október

 

Engin kennsla fer fram við skólann. Flestir grunnskólar eru lokaðir þessa daga. 


Tónlistarskóli Árbæjar fylgir starfsáætlunum grunnskóla í Árbæjarhverfinu að svo miklu leyti sem það er mögulegt.

Starfsáætlun skólans er þannig byggð upp að nemendur munu ekki missa úr tíma, heldur lengist skólaárið um þennan dagafjölda. 

 

Vinsamlegast látið skólann vita ef börn verða lengur frá vegna ferðalaga og þess háttar.

Það er von okkar að vetrarfríið reynist fjölskyldum kærkomið tækifæri til að njóta skemmtilegra samvista.


Tónlistarskóli Árbæjar 

Veglegir tónleikar voru haldnir í Árbæjarskóla fimmtudaginn 7.október.   Nemendur Jóhönnu Elísu og Elísu stigu á stokk og léku við góðar undirtektir um 60 gesta.  Þó nokkrir nemendur voru að stíga sín fyrstu skref á tónleikasviðinu og verður að segjast að þeir stóðu sig frábærlega. aerbaearskoli

Efnilegir nemendur spiluðu fínt er þeir stigu á stokk í Glym í dag.  Flutt var fjölbreytt efnisskrá undir styrkri stjórn Sólborgar Valdimarsdóttur.    nollo okt 2021

Fleiri tónleikar framundan í grunnskólum hverfisins og í Tónlistarskóla Árbæjar, Krókhálsi 😀

Undraheimar píanósins!  stulka vid piano

Píanónám fyrir byrjendur og styttra komna! 

Kennt er í litlum hóptímum (4 saman í hóp) Hver tími er ein kennslustund (40 mín)

Kennslan fer fram í Árbæjarskóla á eftirfarandi tímum: 

Miðvikudögum kl. 13:50 - 14:40 og kl. 14:40 - 15:30 

Kennari er Jóhanna Elísa Skúladóttir (sjá nánari upplýsingar hér

Kennslan hefst miðvikudaginn 15.september 2021 

ATHUGIÐ: Takmarkaður fjöldi þáttakenda

 Nánar um námskeiðið: 

Ágæti forráðamaðurpianofingur
Kennsla hófst síðastliðinn mánudag og eru töflur allar að skýrast.
 
Lokadagur til að ganga frá greiðslutilhögun er 1.september. Athugið að hægt er skipta gjöldunum í allt að 8 skipti og nýta frístundakort.
Vinsamlegast athugið að allur frágangur skólagjalda fer fram á Nóra - innheimtukerfi.
Þar getið þið gengið frá og skipt að vild skólagjöldum. Aðgangur krefst rafrænna skilríkja.
Sjá má stöðu skólagjalda inni á heimasíðu okkar www.tonarb.net undir MÍNAR SÍÐUR.
Þar má einnig finna upplýsingar um mætingu, verkefni próf og fleira sem snýr að námi nemenda.
Aðgangur að nemendakerfi skólans
eð því að skrá sig inn á kerfið má fylgjast með skólagjöldum, tilkynna forföll ofl. Íslykill eða rafræn skilríki þarf til að skrá sig inn. Auðvelt er að fá íslykil sendan í einkabanka.
Við biðjum forráðamenn vinsamlegast að skoða upplýsingar og senda okkur breytingar, ef einhverjar, t.d. á töluvpóstföngum o.þ.h.
Hlökkum til spennandi tónlistarveturs með ykkur öllum!

Hér er að finna efnisskrár fyrir tónleikana í Árbæjarkirkju 15.maí 2021

Smellið á hlekkinn til að opna efnisskrána. 

Tónleikar kl. 11.00 í Árbæjarkirkju 

Tónleikar kl. 12.30 í Árbæjarkirkju 

Tónleikar kl. 13.30 í Árbæjarkrkju 

Einkunnir, umsagnir og aðrar upplýsingar um nám nemenda er að finna hér á þessari síðu undir MÍNAR SÍÐUR   (Rafræn skilríki) 

 

 

587-1664

tonarb@tonarb.net

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FIMMTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00