Salient is an excellent design with a fresh approach for the ever-changing Web. Integrated with Gantry 5, it is infinitely customizable, incredibly powerful, and remarkably simple.
DownloadJólatónleikarnir verða í Árbæjarkirkju á laugardaginn 14.desember og verða þrískiptir
Nemendur fá nákvæmari tímasetningar frá kennurum sínum. Efnisskrár verða birtar hér á vefnum samdægurs.
Kennt verður í vikunni á eftir jólatónleikunum 16. til 18. desember. Jólafríið hefst fimmtudaginn 19. desember
Athugið að ekki spila allir nemendur á þessum tónleikum enda ekki rými til þess. Markmið skólans er að hver nemandi komi fram að minnsta kosti einu sinni til tvisvar á tónleikum á hverjum vetri.
Allir velkomnir!
Vinasamlegast athugið að lokað er á skrifstofu skólans föstudaginn 13.desember vegna jarðarfarar.
Skólastjóri
Jólalegir og notalegir tónleikar voru í Borgarbókasafni Árbæjar þann 5.desember.
Nemendur léku verk sín í anda jólanna og bókasafnið bauð upp á glögg og piparkökur.
Tónleikarnir eru hluti af stefnu Tónlistarskóla Árbæjar að færa tónlistarnámið meira út í nærumhverfið og gekk svo vel að aðrir tónleikar eru fyrirhugaðir þann 5.desember
Næstu tónleikar verða svo í Árbæjarkirkju á laugardaginn eftir viku, 14.desember.
Heimilislegir og notalegir tónleikar voru í Borgarbókasafni Árbæjar þann 21.nóvember. Nemendur léku verk sín fyrir gesti og gangandi og var gerður góður rómur af.
Tónleikarnir eru hluti af stefnu Tónlistarskóla Árbæjar að færa tónlistarnámið meira út í nærumhverfið og gekk svo vel að aðrir tónleikar eru fyrirhugaðir þann 5.desember
Má gera ráð fyrir að þar heyrist svo sem eitt eða tvö jólalög
Í næstu viku 18. til 22. nóvember, er foreldravika í Tónlistarskóla Árbæjar.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!