Salient is an excellent design with a fresh approach for the ever-changing Web. Integrated with Gantry 5, it is infinitely customizable, incredibly powerful, and remarkably simple.
DownloadNú stendur yfir tónleikaröð Tónlistarskóla Árbæjar
Þriðjudaginn 8.oktbóber verðum við í Selásskóla kl.18.00
Miðvikudaginn 9.október verðum við í Norðlingaskóla kl.18.00
Fimmtudgainn 10.október verðum við í Ingunnarskóla kl.18.00
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir :)
Þar koma fram nemendur úr eftirfarandi skólum:
Góða skemmtun!
Vinsamlegast bókið tíma með kennara til að forðast bið.
Kennarar munu hafa samband við ykkur en sjálfsagt að hafa samband við þá ef þið viljið hafa samband við þá beint. Hér eru netföng og símanúmer kennara.
Ágætu nemendur og forráðamann
Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu og sendum hér með slóð inn á Facebook síðu okkar. Þar má finna nokkrar myndir af þessum ágætu listamönnum sem stigu þar á svið og stóðu sig með ágætum.
Allar upplýsingar um námsframvindu, einkunnir, mætingar, skólagjöld og fleira má finna á MÍNAR SÍÐUR hér á heimasíðunni.
Þó nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði okkar. Kristján Guðmundsson kennari við skólann frá upphafi lætur af störfum vegna aldurs og þökkum við honum góð störf. Einnig lætur Ingvar Alfreðsson, Steinþór Gíslason, Una Stefánsdóttir og Sigmar Þór Matthíasson af störfum og Finnur Sveinbjarnarson fer í árs námsleyfi. Þökkum við vel unnin störf og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni.
Nýir kennarar hafa verið ráðnir og munu upplýsingar um þá birtast á heimsíðunni á næstu dögum.
Bendum á starfsáætlun skólans fyrir frekari upplýsingar um skólastarfið næstkomandi haust. Hér er hlekkur starfsáætlun skólans.
Þó nokkrir nemendur tóku grunnpróf og miðpróf sem er eins konar ,,samræmt" próf í tónlist á vegum prófanefndar tónlistarskólanna. Nemendur Tónlistarskóla Árbæjar stóðust prófið með ágætum.
Tónlistarskóli Árbæjar kennir nú inni í eftirfarandi grunnskólum:
Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla sem og í húsnæði okkar að Krókhálsi 5.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir því að skólinn kenni víðar og munum við reyna að bregðast við þeim óskum eins og hægt er.
Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 1.júní og opnar að nýju um miðjan ágúst. Hægt er að senda okkur tölvupóst í sumar.
Með ósk um gott og gleðilegt sumar!
Sjáumst í haust 😊
Kennarar og starfsfólk Tónlistarskóla Árbæjar
Í síðustu viku starfsársins brutum við upp kennsluna á ýmsa vegu. Þessir píanónemendur Kristjáns Guðjónssonar í 5. bekk Ingunnarskóla fóru saman í stuttan tónsmíðatíma og sömdu í sameiningu nokkrar stuttar stemningar. Hér gefur að heyra tvær þeirra.
Nemendur Sólborgar Valdimarsdóttur fóru í heimsókn í síðustu kennsluviku skólans á dvalarheimilið Skógarbæ og léku þar fyrir gesti við mikla og góða ánægju gestanna. Það er stefna Tónlistarskóla Árbæjar að færa starfsemina út í nærumhverfið og var þessi fer þáttur í þeirri stefnu.
Píanónemendur í Selásskóla voru með tónleika í leikskólanum Rauðaborg í Árbæ. Voru þeir bæði nemendum Tónlistarskóla Árbæjar
og hinum ungu hlustendum til sóma og mátti heyra saumnál detta í þær 30 mínútur sem tónleikarnir stóðu yfir.