Salient is an excellent design with a fresh approach for the ever-changing Web. Integrated with Gantry 5, it is infinitely customizable, incredibly powerful, and remarkably simple.
DownloadJólafrí við Tónlistarskóla Árbæjar hefst frá og með föstudeginum 18. desember
Vel heppnaðir jólatónleikar voru haldnir á laugardaginn var í Árbæjarkirkju. Skoðið myndir frá tónleikunum á Facebook síðu okkar hér!
Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár frá okkur í Tónlistarskóla Árbæjar
Kennsla hefst að nýju mánudaginn 4.janúar
Jólatónleikarnir í Árbæjarkirkju á laugardaginn 12.des verða þrískiptir 11.00
12.30
14.00
Nemendur fá nákvæmari tímasetningar frá kennurum sínum.
Kennt verður í næstu viku og jólafrí hefst frá og með föstudeginum 18.des næstkomandi.
Allir velkomnir!
Skólastjóri
Samkvæmt tilmælum frá Almannavörnum þá viljum við taka eftirfarandi fram:
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir ofsaveðrið, sem spáð hefur verið, fyrst munu skella á á Suðurlandi. Ekki sé ráðlegt að vera á ferðinni þar eftir klukkan 12 á hádegi. Á öðrum stöðum á landinu, og þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, er ráðlegt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 17.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Spáð er austan ofsaveðri á morgun og fram á þriðjudag á öllu landinu með snjókomu og byl. Mikill vindhraði er í kortunum.
Þetta gæti að sjálfsögðu breyst þannig að óveðrið skelli eitthvað fyrr á. Fylgjumst vel með veðri og sendum börn ekki ein í skólann ef ástæða er til að hafa áhyggjur af veðrinu.
Sendum börn ekki ein í skólann, tryggjum öryggi barnanna.
með kveðju
Stefán Stefánsson
skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar
Ágætu foreldur og forráðamenn
Í næstu viku er svokölluð foreldravika í Tónlistarskóla Árbæjar. Því bjóðum þér/ykkur að koma í kennslutíma til nemandans, fylgjast með námsframvindu, spyrja spurninga og annað sem lýtur að námi nemandans. Gott er að hafa samband við kennara og láta vita af komu ykkar.
Það er markmið okkar hjá Tónlistarskóla Árbæjar að halda uppi góðu og ítarlegu sambandi við nemendur og forráðamenn um skólastarfið.
Eigir þú ekki heimangengt í næstu viku viljum við bjóða þér til foreldraviðtals síðar, á tíma sem ákvarðaður er af kennara og ykkur í sameiningu.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Með góðri kveðju
Stefán S. Stefánsson
skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar
Þökkum fyrir skemmtilega tónleika í Norðlingaskóla þar sem var þétt setinn bekkurinn!
Sjá fleiri myndir á Facebook síðu okkar hér!
með góðri kveðju
Skólastjóri