Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Þriðjudaginn 17. maí fóru nokkrir píanónemendur úr Tónlistarskóla Árbæjar að spila fyrir heimilisfólkið á Hjúkrunarheimilinu í Skógarbæ.
Heimilisfólkið safnaðist saman í sal Félagmiðstöðvar Skógarbæjar og hlýddu á nemendur spila. Þeir stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Að spilamennsku lokinni var boðið upp á smávegis hressingu sem krökkunum þótti ekki leiðinilegt. Ta skogarbaaer2
Mikil ánægja var með heimsóknina og talað var um hvað það væri gaman að heyra svo fjölbreytta tónlist sem flutt var, allt frá háklassík upp í popptónlist.

Þau vildu endilega að við kæmum aftur og við reynum auðvitað að stefna að því :-)

Þriðjudaginn 17. maí síðastliðinn heimsóttu tveir nemendur úr Tónlistarskóla Árbæjar ásamt kennara Heilsuskóla Tanyu í Kópavogi. Þau Hafdís Bjarnadóttir gítarkennari og gítarnemarnir Örn Finnsson og Laufey Guðnadóttir léku lifandi TA I Jogagítartónlist í jógatíma undir stjórn Þórdísar Eddu Guðjónsdóttur jógakennara. Áhersla var lögð á notalega bakgrunnstónlist og óslitið flæði á milli laga til að styðja við jógaæfingar viðstaddra. Mikil ánægja var með viðburðinn hjá öllum sem tóku þátt, bæði jógafólki og hljóðfæraleikurum.

Vortónleikar Tónlistarskóla Árbæjar fóru fram í Árbæjarkirkju og Guðríðarkirkju í vikunni sem leið.  Það er óhætt að segja að geta nemenda hefur stóraukist og sérlega skemmtilegt var að fylgjast með öflugum söngnemendum sem eru forskoli vor 2016 gudridarkirkjatiltölulega nýir við skólann.  Spilagleðin skein úr andlitum forskólanemenda í Guðríðarkirkju þegar þeir sungu og spiluðu fyrir þakkláta áheyrendur.  

Skoðið fleiri myndir á Facebook síðu okkar. 

 

Síðasta kennsluvika

Þá er komið að síðustu kennsluviku við Tónlistarskóla Árbæjar. Síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 19.maí.
Í síðustu vikunni bryddum við upp á nýjungum í skólastarfinu og má sem dæmi nefna að nokkrir nemendur munu koma fram á heimili fyrir aldraða, aðrir koma fram á leikskólum, nokkrir munu spila í jóga tíma og enn aðrir koma solin spilar a trommufram á bókasöfnum. Fjölbreyttar uppákomur í lok skólaárs.

Vortónleikar Tónlistarskóla Árbæjar

Vortónleikarnir verða í
Árbæjarkirkju miðvikudaginn 18.maí kl. 18.00 og 19.30 (Nemendur fá nákvæmar tímasetningar frá kennurum sínum) og í
Guðríðarkirkju fimmtudaginn 19.maí kl. 18.00 og 19.30.
Allir velkomnir!

Nýjungar á næsta ári:


Ukulele - Bjóðum upp á nám á hið vinsæla hljóðfæri Ukulele sem hentar afar vel til kennslu á öllum aldri.

Tölvutónlist - Hvernig skapa má tónlist með tölvu - Kennt á tölvuna sem um hljóðfæri væri að ræða. Notaður hugbúnaður til tónlistarsköpunar.

Fornám á píanó og gítar.
Litlir hóptímar sérlega hentugir nemendum sem vilja kynnast hljóðfæranámi og vita hvort að það sé fyrir þá eður ei. Áður kennt sem píanónámskeið og gítarnámskeið en er nú hluti af námi við Tónlistarskóla Árbæjar. Notast er við speglaða kennslu (flipped classroom) þar sem nemendur hafa aðgang að kennslumyndböndum til að læra lögin heima. Kennsla fer fram að mestu rétt eftir skóla.

Söngur og Gítar/Píanó.


Mikil ánægja hefur verið með þessa braut (aðeins heilt nám) þar sem markmið kennslunnar er að nemandi geti leikið undir eigin söng. Námið er hugsað sem samþætting þessarra tvegjja þátta.

Endurinnritun - Síðustu forvöð

Að venju er aðsókn í Tónlistarskóla Árbæjar mikil og myndast því biðlistar við skólann. Þess vegna er nauðsynlegt að nemendur sem ætla að halda áfram að stunda nám við skólann næsta vetur, endurinnriti sig nú til þess að tryggja skólavist.

Allmargir hafa nú endurinnritað sig fyrir næsta skólaár og eru því búnir að tryggja sér skólavist. Endurinnritun átti að vera lokið fyrir 30.apríl síðastliðinn. Við munum því fara að taka inn nemendur af biðlistum í lok vikunnar.

Varstu nokkuð búinn að gleyma þér ?

 

Endurinnritun fyrir veturinn 2015-2016 er hafin.    strakur ad muna

Ágæti nemandi / forráðamaður.

Að venju er aðsókn í Tónlistarskóla Árbæjar mikil og myndast því biðlistar við skólann. Þess vegna er nauðsynlegt að nemendur sem ætla að halda áfram að stunda nám við skólann næsta vetur, endurinnriti sig nú til þess að tryggja skólavist.

Endurinnritun þarf að vera lokið fyrir 30. apríl n.k.

Nauðsynlegt er að ganga frá umsókn á rafrænni Reykjavík https://rafraen.reykjavik.is

Staðfesta þarf innritun með staðfestingargjaldi kr. 14.000.- sem er óendurkræft en gengur upp í skólagjöld næsta skólaárs.

Staðfestingargjald má greiða beint inn á reikning:
Landsbanka Íslands 0137 - 26 - 23727,
kennitala Tónlistarskóla Árbæjar: 530795-2179.
(Vinsamlegast tilgreinið kennitölu fjárhaldsmanns og nafn nemanda sem skýringu.)

Athugið að einnig má ganga frá greiðslu símleiðis. Skrifstofa Tónlistarskóla Árbæjar er opin alla virka daga frá kl. 14.00 til 16.00

Þangað til að staðfestingargjald hefur verið greitt skoðast endurinnritunin ófrágengin. Vinsamlegast sendið kvittanir á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Með sumarkveðju og þökk fyrir gott samstarf á vetrinum sem er að líða!

Stefán S. Stefánsson
Skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar

Söngdeild Tónlistarskóla Árbæjar hélt sinn fyrsta söng-tónfund rétt fyrir páskafrí.   songdeild tonarb
Markmiðið var að hrista hópinn saman og var mikið sungið og haft gaman! Söngkennari er Erla Stefánsdóttir og koma söngnemendur meðal annars úr Árbæjarskóla, Norðlingaskóla, Ingunnarskóla, Sæmundarskóla, Fossvogsskóla og menntaskólum í Reykjavík.

587-1664

tonarb@tonarb.net

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FIMMTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00