Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Eftir annasama prófaviku hér í Tónlistarskóla Árbæjar er nú brostið á páskafrí. Kennslan hefst aftur þriðjudaginn 29.mars   paskaungar

 

Gleðilega páska! 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tónleikaviku Tónlistarskóla Árbæjar lauk með tónleikum í Selásskóla - Á sal skólans. Þar léku nemendur fyrir fullum sal af fólki og vart hefði verið hægt að koma mörgum til viðbótar í sæti. Í skemmstu máli má frá því segja að þetta selasskoli mars forsidavoru fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar þar sem nemendur styttra sem lengra komnir léku við hvurn sinn fingur. 

Sjá fleiri myndir frá tónleikunum hér á Facebook síðu okkar. 

Tónleikar í Norðlingaskóla voru haldnir 9. mars. Fjölbreyttur hópur nemenda spilaði í Glym og gerði góða lukku. Samspilið lék We are The Campions við góðar undirtektir.  Samspil Nordlingaskoli 2016 vor

Sjáið fleiri myndir inn á Facebook síðu okkar

 

 

Vel heppnaðir tónleikar í Ingunnarskóla fóru fram á þriðjudaginn í þessari viku og komu fram nemendur og fluttu verk sín fyrir fullum sal af gestum. Skemmst er frá því að segja að nemendur voru sjálfum sér og Tónlistarskóla 20160308 181001Árbæjar til sóma. 

Nokkrar myndir til viðbótar má sjá frá tónleikunum hér á Facebook síðu skólans. 

 

Tónleikarnir eru þáttur í tónleikaröð skólans en alls fóru fram þrennir tónleikar í þessari viku. 

Framkoma nemenda á  slíkum tónleikum er mikilvægur þáttur í tónlistarnámi. Slík framkoma er þjálfun og eykur öryggi nemenda gagnvart því að koma fram fyrir áheyrendur og flytja tónlist sína. Það er ekkert sem kemur í stað þessarar þjálfunar annað en að einfaldlega koma fram á tónleikum. 

Rakel Guðjónsdóttir píanónemandi, nemandi Sólborgar Valdimarsdóttur,  flutti 2 lög á stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Árbæjarkirkju.   TA 2016 Rakel Gudjonsd Stora Upplestrarkeppnin

Var það samdóma þeirra á sem til heyrðu að þar hefði flutningur verið frábær hjá ungum og efnilegum píanista. 

Hljómsveit frá Tónlistarskóla Árbæjar undir stjórn Helga Reynis lék fyrir fullu húsi í Bústaðakirkju á æskulýðsmessunni sunnudaginn 6.mars Hljómsveitin spilaði 2 lög og hlaut frábæra viðtökur.  TA 2016 mars tonleikar Bustadakirkja

Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilegu tónleikum.  Þau Tómas, Dagbjört og Ingvar Hálfdán stóðu sig frábærlega í lögunum Hello (Adele) og We are the Champions (Queen) Fjöldi áheyrenda var í kirkjunni sem gerðu góðan róm að flutningi krakkanna.

 

 

 Séra Pálmi Matthíasson messaði

TA 2016 mars tonleikar Bustadakirkja ahorfendur

587-1664

tonarb@tonarb.net

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FIMMTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00