Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Skemmtilegir tónleikar voru haldnir á sal  í Selásskóla á fimmtudaginn 5.nóvember og stóðu nemendur og léku nemendur við góðan orstí tónleikagesta.     selasskoli

Skoðið nokkrar myndir hér frá tónleikunum í Selásskóla

Í þar næstu viku er foreldravika. Þá er foreldrum velkomið að mæta í tíma með barninu og fylgjast með, spyrja og ræða almennt um nám nemandans. Sjá starfsáætlun hér

Skólastjóri 

Vel heppnaðir tónleikar voru haldnir  þriðjudaginn 3.nóvember  í Ingunnarskóla. Einstaklega fjölbreytt og skemmtilegt. 

Næstu tónleikar eru í Selásskóla á fimmtudaginn 5.nóvember kl. 18.00 og í næstu viku miðvikudaginn 11.nóvember kl. 18.00 í Norðlingaskóla.     Dabjort og skolastjorinn

Skoðið myndir hér frá tónleikunum í Ingunnarskóla 

Í þar næstu viku er foreldravika. Þá er foreldrum velkomið að mæta í tíma með barninu og fylgjast með, spyrja og ræða almennt um nám nemandans. Sjá starfsáætlun hér

Skólastjóri 

Tónlistarskóli Árbæjar heldur 10 vikna námskeið um notkun tölva í tónlistarsköpun. Námskeiðið hefst fimmtudaginn í október  og er lýkur í janúar 2016tolvunamskeid

Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Kennt verður á fimmtudögum kl 18:30 til 19:30 að Krókhálsi 5     

Hópurinn kemur til með að taka upp hljóð, hlaða þeim í tölvu og vinna úr þeim skemmtilega tónlist undir handleiðslu tveggja reyndra kennara.

Notast verður við eftirfarandi opinn hugbúnað: Reaper, Audacity og Soundtrap.
Nemendur þurfa hvorki að hafa reynslu af tónlist né að eiga nein tæki til tónsköpunar.

Öll tæki og tól eru á staðnum, en gott er ef nemendur eiga eða hafa afnot af fartölvum eða snjalltækjum að hafa þær með.

Kennslan fer fram á Krókhálsi 5 - Tónfræðistofu. Hvert skipti er 60 mínútur.

Birt með fyrirvara um þáttöku.

Tilvalið fyrir börn sem vilja prófa hljóðfæranám krakkar pianonamskeid

Tónlistarskóli Árbæjar heldur 10 vikna píanónámskeið fyrir byrjendur og styttra komna í Ingunnarskóla og Krókhálsi.      krakkar pianonamskeid
Kennt er í litlum hóptímum (c.a. 4 saman í hóp) undir umsjón menntaðs kennara. Hver tími er 40 mín.
Námskeiðið hefst frá og með miðvikudeginum 7. október 2015
Í tímum er notast er við rafpíanó með eðlilegum áslætti. Hver nemandi er með eitt píanó.
Sameiginleg verkefni eru unnin í tímum og námskeiðið notast við speglaða kennslu, (flipped classroom) þ.e. námsefni er tekið upp á myndband fyrir nemendur. Þeir geta svo nálgast kennsluefnið á vefsíðu námskeiðsins.

Tónlistarskóli Árbæjar býður upp á gítarfornám fyrir byrjendur og styttra komna nú í haust.

Kennt er í litlum hóptímum (4 saman í hóp) í umsjón gítarkennara. Hver tími er ein kennslustund (40 mín)    

 

 

Í tímum eru notaðir gítarar í hæfilegri stærð fyrir yngri nemendur. Sameiginleg verkefni eru unnin í tímum.
Námskeiðið notast við speglaða kennslu, (flipped classroom) þ.e. námsefni er tekið upp á myndband fyrir nemendur. Þeir geta svo nálgast kennsluefnið á vefsíðu námskeiðsins. Einnig fá nemendur kennsluefni í tímum.

Markmið námsins er fyrst og fremst að nemendur getið spilað einföld lög og æfingar en minni áhersla á nótnalestur.

Leiðbeinandi aldur er 8 ára og eldri. (Yngri nemendum er bent á forskóla Tónlistarskóla Árbæjar).

Stefnt er að því að tímarnir verði sem fyrst eftir skólatíma. Ef unnt reynist að koma námskeiði fyrir á skólatíma mun það gert í samráði við foreldra og umsjónarkennara.

Námskeiðið er tilvalið fyrir börn sem sýnt hafa hljóðfæranámi áhuga og fá þannig tækifæri til að kynnast hljóðfæranámi í raun.

Umsóknir sendist inn hér

Frístundakort Reykjavíkurborgar má nota til greiðslu þáttökugjalda.

Upplýsingar um verð og aðra tilhögun má finna á heimasíðu Tónlistarskóla Árbæjar

Birt með fyrirvara um þáttöku.

Höfum tekið í notkun nýja heimasíðu sem er farsíma og spjaldtölvuvæn. 

Síðan mun bjóða upp á ýmsa nýja möguleika sem við kynnum síðar. 

 

587-1664

tonarb@tonarb.net

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FIMMTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00